Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 13

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 13
HUGUR Sannleikur og suttungamjöður 1 1 Látum nú einkennin fimm liggja á milli hluta í bili en snúum okkur aftur að Sir Philip Sidney og spekimálum hans. Sá sannleiks- kjami er í orðum breska sörsins að skáldleg þekking er ekki staðhæf- ingaþekking. En breski pótintátinn hafði aldrei heyrt talað um þögla þekkingu enda var það hugtak ekki smíðað fyrr en löngu eftir hans daga. Ég hyggst nú verja þá skoðun í þessari grein að skáldleg þekk- ing sé innsýn í þögla þekkingu sem texti getur veitt í krafti líkinga- máls og hlutstæðra, lífrænna dæma. Helstu tæki skáldskaparins til þess ama tel ég vera framandgervingu og innlifun. Þau óským hugtök sem ég beiti hér munu vonandi skýrast er fram í sækir. Ég vil taka fram áður en lengra er haldið að ég efa ekki að í skáldverkum megi finna þekkingu annarrar ættar. Vel má vera að Tolstoj hafi lög að mæla er hann segir í Önnu Karenínu að allar ham- ingjusamar fjölskyldur séu eins en sérhver óhamingjusöm fjölskylda sé óhamingjusöm með sínum sérstaka hætti. En Tolstoj hefði fullt eins getað sett þessa staðhæfingu fram í ritgerð eða heimspekiskruddu. John Searle segir réttilega að staðhæfingin sé ekki hluti hins skáldaða í skáldsögunni.8 Ég efast heldur ekki um að mjólka megi sannar, prófanlegar yrðingar úr skáldritum.9 Til dæmis hugsa ég að finna megi þá prófanlegu kenningu í Glœpi og refsingu Dostojevskís að samviskubit geti lamað þrótt manna. Þögul þekking Hyggjum nú að hugtökunum „staðhæfingaþekkingu" og „þögulli þekkingu.“ Dæmi um staðhæfingaþekkingu er að ég veit að í þessu herbergi er tölva. Þá þekkingu má tjá í staðhæfingunni „í þessu her- bergi er tölva.“ En hvað er þá þögul þekking? „Þögla þekkingu" má skilgreina sem „þá þekkingu sem ekki verður fulltjáð með orðum en menn geta sýnt að þeir hafi í krafti atferlis sínsÉg þekki andlit vina og kunningja með svefngengilsvissu en ég get aldrei fulltjáð þá þekkingu með orðum. Samt get ég sýnt með ýmsum hætti að ég 8 Searle (1974), bls. 334. 9 Hilary Putnam og Monroe Beardsley telja þekkingarlegt hlutverk skáldskapar aðallega fólgið í því að hvetja til tilgátusmíða. Hilary Putnam: „Literature, Science and Reflection" í Meaning and the Moral Sciences (Boston, London, Henley 1978), bls. 83-97. Monroe Beardsley: Aesthetics. Problems in the Philosophy of Criticism (New York 1958), bls. 429-430.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.