Hugur - 01.01.1997, Page 13
HUGUR
Sannleikur og suttungamjöður
1 1
Látum nú einkennin fimm liggja á milli hluta í bili en snúum
okkur aftur að Sir Philip Sidney og spekimálum hans. Sá sannleiks-
kjami er í orðum breska sörsins að skáldleg þekking er ekki staðhæf-
ingaþekking. En breski pótintátinn hafði aldrei heyrt talað um þögla
þekkingu enda var það hugtak ekki smíðað fyrr en löngu eftir hans
daga. Ég hyggst nú verja þá skoðun í þessari grein að skáldleg þekk-
ing sé innsýn í þögla þekkingu sem texti getur veitt í krafti líkinga-
máls og hlutstæðra, lífrænna dæma. Helstu tæki skáldskaparins til
þess ama tel ég vera framandgervingu og innlifun. Þau óským hugtök
sem ég beiti hér munu vonandi skýrast er fram í sækir.
Ég vil taka fram áður en lengra er haldið að ég efa ekki að í
skáldverkum megi finna þekkingu annarrar ættar. Vel má vera að
Tolstoj hafi lög að mæla er hann segir í Önnu Karenínu að allar ham-
ingjusamar fjölskyldur séu eins en sérhver óhamingjusöm fjölskylda
sé óhamingjusöm með sínum sérstaka hætti. En Tolstoj hefði fullt
eins getað sett þessa staðhæfingu fram í ritgerð eða heimspekiskruddu.
John Searle segir réttilega að staðhæfingin sé ekki hluti hins skáldaða
í skáldsögunni.8 Ég efast heldur ekki um að mjólka megi sannar,
prófanlegar yrðingar úr skáldritum.9 Til dæmis hugsa ég að finna
megi þá prófanlegu kenningu í Glœpi og refsingu Dostojevskís að
samviskubit geti lamað þrótt manna.
Þögul þekking
Hyggjum nú að hugtökunum „staðhæfingaþekkingu" og „þögulli
þekkingu.“ Dæmi um staðhæfingaþekkingu er að ég veit að í þessu
herbergi er tölva. Þá þekkingu má tjá í staðhæfingunni „í þessu her-
bergi er tölva.“ En hvað er þá þögul þekking? „Þögla þekkingu" má
skilgreina sem „þá þekkingu sem ekki verður fulltjáð með orðum en
menn geta sýnt að þeir hafi í krafti atferlis sínsÉg þekki andlit vina
og kunningja með svefngengilsvissu en ég get aldrei fulltjáð þá
þekkingu með orðum. Samt get ég sýnt með ýmsum hætti að ég
8 Searle (1974), bls. 334.
9 Hilary Putnam og Monroe Beardsley telja þekkingarlegt hlutverk skáldskapar
aðallega fólgið í því að hvetja til tilgátusmíða. Hilary Putnam: „Literature,
Science and Reflection" í Meaning and the Moral Sciences (Boston, London,
Henley 1978), bls. 83-97. Monroe Beardsley: Aesthetics. Problems in the
Philosophy of Criticism (New York 1958), bls. 429-430.