Hugur - 01.01.1997, Side 40
38
Vilhjálmur Árnason
HUGUR
henni margvíslegar og í raun undir einstaklingunum komnar. Kant
orðar kjamann í hugmynd sinni skemmtilega þegar hann segir að
hamingjan sé hugsjón ímyndunaraflsitis en ekki skynseminnar.4 Með
þessari afstöðu víkur Kant frá hinni fornu hugsun að hægt sé að lýsa
leiðinni til lífshamingju á þann hátt að skynsemin geti knúið mann
til að feta hana. Hver og einn verði að finna það út í ljósi eigin lífs-
reynslu hvað færi honum hamingju og hún sé því skilyrt af margvís-
legum þáttum sem koma siðfræði lítið við. Það verður hins vegar
ströng siðfræðileg krafa að virða rétt hverrar manneskju til að leita
hamingjunnar á sínum eigin forsendum. Þannig skrifar Kant:
Ef undanskilin eru börn og fólk sem er viti sínu fjær, get ég ekki gert
nokkurri manneskju gott út frá minni hugmynd um hamingjuna,
heldur einungis samkvæmt hugmynd þeirrar manneskju sem er
velgjörðarinnar aðnjótandi.5 &
Önnur rök sem Kant færir gegn því að hamingjan sé markmið sið-
ferðislífsins er að mannlífinu sé þannig háttað að það veiti enga trygg-
ingu fyrir því að siðferðilega gott líf leiði til hamingju. Þvert á móti
getur sá sem lifír siðferðilega ábyrgu lífi þurft að færa miklar fómir,
en siðleysingjar lifað í vellystingum praktuglega eins og alþekkt er. í
heiminum eru því engin réttlætistengsl á milli hamingju og siðferðis
því einungis sú siðferðiskennd sem Kant kennir við hinn góða vilja
gerir menn verðuga hamingjunnar. (Þessi hugsun leiðir Kant síðan til
þess að halda því fram að það sé siðferðilega nauðsynlegt að gera ráð
fyrir tilvist Guðs.)
Andspænis heimspekingum nýaldar eins og Thomasi Hobbes, sem
leituðust við að hanna siðferðið sem ytra reglukerfi sem tryggja mætti
mönnum frið og öryggi, bendir Kant á að slík hagkvæmnisrök duga
ekki sem réttlæting siðareglna. Segja má að með kenningu sinni
leitist Kant við að draga fram kjama þeirrar siðferðishefðar sem mótazt
hafði í kristinni menningu og skýri forsendur hennar. Aðferð hans er
að líta á hversdagslegar hugmyndir okkar um siðferðilega breytni -
ekki sízt þá að við lofum þær athafnir sem virðast vera framkvæmdar
4 H.J. Paton, The Moral Law. Kant's Groundwork of the Metaphysics of Morals
(London: Hutchison 1948), s. 82. Ég fjalla stuttlega um siðfræði Kants í Pœttir úr
sögu sidfrœðinnar, s. 46-56.
5 Immanuel Kant, The Doctrine of Virtue, þýð. Mary Gregor (New York: Harper
& Row 1964), s. 453.