Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 32
30
Anthony Kenny
HUGUR
hnitin, sem hvert skólabam lærir um, draga heitið af hinni latnesku
mynd nafns hans, Cartesíus. A fertugsaldri skrifaði hann ritgerð um
ljósfræði sem var verulegt framlag til ljósfræðivísinda, árangur vand-
aðrar fræðilegrar vinnu og tilrauna með eðli augans og ljóssins. Hann
samdi líka eina af fyrstu vísindalegu ritgerðunum um háloftafræði og
á kröfu til að vera fyrstur til að uppgötva hið sanna eðli regnbogans.
Hápunkturinn í fyrsta vísindastarfi hans var ritgerð sem hét
Heimurinn. Þar hugðist hann gera tæmandi vísindalega grein fyrir
uppruna og eðli heimsins og starfsemi mannslíkamans. Þar tók hann
upp tilgátu sem þá var óvenjuleg, að sólin en ekki jörðin væri mið-
punktur heims okkar. Þegar hann var að ljúka verkinu frétti hann að
stjömufræðingurinn Galilei hefði verið bannfærður af yfirvöldum
kirkjunnar á Ítalíu fyrir að verja sama sólmiðjukerfi. Þetta varð til þess
að hann tók þá ákvörðun að gefa ritgerðina ekki út. Hann geymdi hana
hjá sér til dauðadags. Um það leyti sem hann var fertugur hafði hann
áunnið sér nokkurt snillingsorð í vinahópi en samt hafði hann ekki birt
eitt einasta orð.
Árið 1637 ákvað hann að birta ljósfræðina, rúmfræðina og
háloftafræðina, og var stutt Orðrœða um aðferð formáli að þessum
verkum. Vísindaritgerðirnar þrjár eru nú aðeins lesnar af sérfræð-
ingum í sögu vísindanna, en formálinn er endurprentaður á hverju ári.
Hann hefur verið þýddur á meira en hundrað tungumál og er enn
lesinn með ánægju af milljónum manna sem gætu ekki skilið verkin
sem hann var inngangur að.
Formálinn er yndislegur sjálfsævisögulegur texti: fjörlegur, fágaður
og hæðinn. Fáeinar tilvitnanir geta gefið keiminn af honum.
Ég lagði því bóknámið á hilluna, jafnskjótt og ég varð nógu gamall til
að losna undan yfirráðum kennara minna, og afréð að leita ekki framar
eftir öðrum vísindum en þeim, sem ég fyndi í sjálfum mér eða í hinni
miklu bók heimsins. Ég varði því, sem eftir var æskuáranna, til
ferðalaga, til að sjá hirðir og heri, kynnast fólki, ólíku að hugarfari og
kjörum, heyja mér ýmislega reynslu ...
En ég var enn í menntaskóla, þegar mér var kennt, að ekkert gæti maður
hugsað sér svo furðulegt né ósennilegt, að ekki fyndust þess dæmi, að
einhver heimspekingur hefði haldið því fram. En á ferðum mínum síðar
meir varð mér ljóst, að allir þeir, sem hafa allt aðrar skoðanir en við, eru