Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 34
32
Anthony Kenny
HUGUR
dýrið sem hefur vitund; öll önnur dýr eru, að því er Descartes taldi,
einungis flóknar en vitundarlausar vélar.
Fyrir Descartes er efnið rúmtak á hreyfingu. Með „rúmtaki“ er átt
við það sem hefur rúmfræðilegu eiginleikana lögun, stærð, deilanleika
og svo framvegis; þetta eru einu eiginleikamir sem Descartes taldi
efnið hafa á grundvallarstigi. Hann bjóst til að skýra öll fyrirbæri hita,
ljóss, litar og hljóðs út frá hreyfingu efnisagna með mismunandi stærð
og lögun. Descartes er einn fyrsti skipulegi talsmaður hugmyndarinnar
um nútímavísindi Vesturlanda sem sambland stærðfræðilegra vinnu-
bragða og tilraunaaðferða.
Báðar hinar miklu frumsetningar heimspeki Descartes voru - við
vitum það nú - rangar. Meðan Descartes var á lífi voru fyrirbæri upp-
götvuð sem ógerlegt var að skýra undanbragðalaust út frá efni á hreyf-
ingu. Hringrás blóðsins og gangur hjartans, eins og Englendingurinn
John Harvey uppgötvaði, útheimti starfsemi krafta sem ekkert rúm var
fyrir í kerfi Descartes. Engu að síður var hin vísindalega skýring hans
á uppruna og eðli heimsins í tísku um það bil eina öld eftir dauða
hans; og hugmynd hans um dýr sem vélar var seinna útvíkkuð af
nokkrum lærisveinum hans sem héldu því fram, samtíðarmönnum
sínum til mikillar skelfingar, að mannverur væru líka einungis flóknar
vélar.
Skoðun Descartes á eðli hugans entist miklu lengur en skoðun hans
á efninu. Hún er reyndar enn algengasta skoðun á huganum meðal
menntaðra manna á Vesturlöndum sem eru ekki atvinnuheimspek-
ingar. Á okkar öld hefur hún verið hrakin með ótvíræðum hætti af
austurríska heimspekingnum Ludwig Wittgenstein sem sýndi fram á
að jafnvel þegar við hugsum leyndustu og andlegustu hugsanir okkar
notum við mál sem er í eðli sínu bundið við opinbera og líkamlega
tjáningu sína. Við vitum nú, og það er Wittgenstein að þakka, að hin
„cartesíska“ tvískipting í sál og líkama stenst ekki. En það er mæli-
kvarði á hin gífurlegu áhrif Descartes að jafnvel þeir sem dást mest að
snilli Wittgensteins telja að mesta afrek hans hafi verið að kollvarpa
hugarheimspeki Descartes.
Descartes sagði að þekkingin væri eins og tré og væru rætur þess
frumspekin, stofninn eðlisfræðin og frjósamar greinarnar siðvísindin
og nytjavísindin. Skrif hans sjálfs eftir Orðrœduna fylgdu röðinni sem
þannig var gefin til kynna. Árið 1641 skrifaði hann Frumspekilegar