Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 75

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 75
HUGUR Samrceðusiðfrœði Jiirgens Habermas 73 skiptir okkur mestu máli í lífinu. Og í þriðja lagi er í siðadómum okkar tekið kerfisbundið tillit til afleiðinga í því augnamiði að forðast óæskilega fylgifiska þess sem Weber kallaði „hugarfarssiðfræði“ ('Gesinnungsethik) Kants.75 Því er ætlað að svara þeirri gagnrýni Hegels að sérhver formbundin siðfræðikenning sem hvílir á sérteknu lögmáli sé óhjákvæmilega sjálfbirg en um leið áhrifslaus þrátt fyrir göfug markmið. Mikilvægi þessa framtaks Habermas verður tæpast vefengt, ekki síst í Ijósi þess að undanfama eina og hálfa öld hefur sú tegund heimspeki sem setur „frelsun“ mannsins í öndvegi ávallt tekið það sjónarmið Hegels að „ríki með góðum lögum“ hafi forgang fram yfir kröfu Kants um að ekki megi undir neinum kringumstæðum nota aðra sem tæki. Hugum aðeins nánar að kostunum við siðfræði Habermas. Þeim má lýsa sem tilbrigðum við ýmist kantísk eða hegelsk stef.76 Tveir megin- kostir eru tilbrigði við kantísk stef. Líkt og Kant, tekst Habermas að komast beint að kjama siðferðisins í kenningu sinni, þ.e. hvað felist í því að finnast siðferðilegt viðmið vera rétt og að af þeirri ástæðu einni saman, beri að virða það. En í staðinn fyrir hið skilyrðislausa skyldu- boð Kants sem er a priori teflir Habermas fram alhæfingarlögmáli (A) sínu sem hvílir á heimspekilegri endurgerð rökræðureglna og hægt er að staðfesta eða hafna með reynslurökum. Habermas slær aftur á kant- ískan streng þegar hann setur samræðusiðfræðina sem valkost við raunsæisstjómmál í anda Machiavellis, óháð því hvort að baki þeim búi háleitar hugsjónir eða ekki, þrátt fyrir þá afstöðu hans að siðferði- lega breytni verði að „sætta við“ heim þar sem hagsmunir og völd ráða ríkjum.77 Frá sjónarmiði samræðusiðfræði getur enginn með réttu uppfyllt það hlutverk sem hinn heimssögulegi einstaklingur Hegels tekst á hendur (eða lendir í?). Enda þótt kenning Habermas taki kerfísbundið tillit til afleiðinga þegar siðadómar eru annars vegar er Habermas sammála Kant um það að œtlun ráði mestu um rétta 75 „Morality and Ethical Life,“ s. 206. 76 Sbr. T. McCarthy, „Rationality and Relativism: Habermas’s „Overcoming" of Hermeneutics," í Habermas. Critical Debates, s. 57-78. Um kantísk og hegelsk stef f heimspeki (og félagsfræði) Habermas almennt sjá Roderick, Habermas and the Foundations ofCritical Theory, s. 14-19 og víðar. 77 Vilhjálmur Amason útfærir þetta prýðilega í grein sinni, „Siðvæðing stjórnmála," í Jón Á. Kalmansson, ritstj., Siðferði og stjórnmál (Reykjavík: Háskóli íslands, Siðfræðistofnun, 1995), s. 79-80.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.