Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 100

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 100
98 Halldór Guðjónsson HUGUR getur af þessum sökum ekki miðað við gæfuna eða gefið sér ákveðinn tilgang í mannlegri breytni og leitað úrskurðar um réttmæti breytni í því að hún leiði til góðs eða nái settum tilgangi. Það eina sem siðfræðin getur gert er að greina hvaða breytni gerir menn verðuga þess að ná tilgangi sínum og verða hamingjusamir. Annar meginmunur þeirra Rawls og Kants er að þeir koma að því sem telja má sameiginlegar kennisetningar þeirra úr öndverðum áttum. Kant kemur frá einstaklingnum og rétti hans, rétti sem er rak- inn til eiginleika mannsins sem manns og þá einkum til mannsins sem skynsemisveru. Slíkur náttúrulegur réttur er mönnum gefinn fyrirfram og áður en nokkuð samneyti með mönnum er skoðað eða hugað að sambúð þeirra í reynslu og sögu. Allur réttur sem menn gefa sér síðar eða taka sér síðar í sögu og reynslu verður að ráðast af þessum nátt- úrulega gefna rétti og miðast við hann, og helst að vera bein rökleg afleiðing af þessum upphaflega og náttúrulega gefna rétti. Samfélagið, stofnanir þess og reglur, eru þannig yfirbygging sem er einmitt fyrst og fremst til þess gerð að viðhalda rétti einstaklingsins eins og hann er gefinn náttúrulega. Vafalítið væri heimilt samkvæmt þessari afstöðu að gera meira úr samfélaginu en þetta, svo sem að efla einstaklinginn og rétt hans svo sem kostur er, eins og sjá má af þeim syntetísku skyldum manna sem Kant telur almennastar: Að fullkomna sig og stuðla að hamingju annarra. En slrk ítarlegri gerð samfélagsins er á grunni kenninga Kants varla skyld þótt hún sé heimil, enda til lítils að skipa mönnum með lögum að gera það sem gerir þá hamingjusama ef það er rétt að hamingjan sé háð órannsakanlegri tilviljun heimsins eins og hann er í sjálfum sér svo sem Kant vill vera láta. Rawls vekur fyrst máls á skipan samfélagsins og skipar kennisetn- ingum sínum þar til sætis og reyndar í öndvegi. Réttur einstaklinga í þeim efnum sem kennisetningar Rawls ná til, ræðst af haganlegri gerð samfélagsins og miðast við stöðugleika samfélagsins og tilvistar- öryggi, og enn við það sem telja má vera ytra og fyrirfram gefið hlutverk samfélagsins; að efla hag meðlima sinna. Rawls stefnir þannig frá samfélaginu til einstaklingsins og tekur þá ef svo má segja einstaklinginn sem aukaforsendu til syntetískrar smíðar sinnar. Önd- vert er ljóst að Kant tekur, ef svo má segja, samfélagið sem aukafor- sendu til sinnar syntesu. Það er reyndar ljóst hjá Rawls frá upphafi að einstaklingurinn er með í hugmyndinni um samfélag, svo ekki má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.