Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 67
HUGUR
Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas
65
aðeins sannfærast af hinum bestu rökum.47 Upphaflega túlkaði
Habermas þessar reglur sem „fyrirmynd að lífshætti [Vorschein einer
Lebensform],“A& en hefur síðan hafnað þeirri túlkun; rökræðureglur af
þessu tagi geta aldrei runnið saman við hlutstæða, „áþreifanlega"
stofnun eða tiltekinn lífshátt.49 Hann talar því ekki lengur um rök-
ræðureglumar sem „fyrirmynd“D eða „hugsjón“ heldur ber fremur að
skilja þær sem „mynd sem er nær hugsjón en veruleika“ (ideali-
zations). Sem slíkar þjóna þær sem eins konar mælikvarði ([regulative
ideas] í skilningi Kants) sem má nota til þess að gagnrýna raun-
verulegar samræður eða stofnanir. En sem undirstaða raunverulegrar
samræðu eru þær samt sem áður annað og meira en slíkur mæli-
kvarði.50
Engin samræða getur því uppfyllt skilyrði rökræðureglnanna (eða
fyrirmyndarmálþingsins) að öllu leyti. Jafnvel þótt samræður snúist
um réttmætiskröfur sem ná, bæði í tíma og rúmi, út fyrir þá einstakl-
inga og stofnanir sem bera þær uppi, verða þær aðeins réttlættar á
grundvelli þeirra bjargráða (s.s. þekkingar, túlkunar þarfa o.s.frv.) sem
tiltæk eru innan þjóðfélagsins. I þeim skilningi eru samræður „eylönd
í ólgusjó mannlegrar starfsemi"51 eins og Habermas orðar það. Sam-
komulag sem næst um tiltekna réttmætiskröfu í dag útilokar heldur
ekki þann möguleika að nauðsynlegt geti reynst að setjast á rökstóla
aftur á morgun til þess að skera úr um réttmæti kröfunnar öðru sinni -
t.d. vegna nýrra upplýsinga, breyttra þjóðfélagsaðstæðna, eða vegna
þess að túlkun þarfa hefur breyst.52
Á hinn bóginn er Habermas þeirrar skoðunar, eins og þegar er
getið, að grundvallarlögmál samræðusiðfræðinnar verði ekki leitt af
47 „Wahrheitstheorien," s. 179-182; sjá einnig J. Habermas, „Morality, Society and
Ethics: An Interview with Torben Hviid Nielsen,“ í Justification and Application,
s. 163.
4ÍÍ „Wahrheitstheorien," s. 181.
49 Sjá J. Habermas, Autonomy and Solidarity: lnterviews, ritstj. P. Dews (London:
Verso-New Left Review, 1986), s. 212; sjá einnig J. Habermas, „A Reply to My
Critics," í D. Held og J. B. Thompson, ritstj., Habermas. Critical Debates
(London: Macmillan Press, 1982), s. 227-228.
50 „Morality, Society, and Ethics," s. 164-165; sjá einnig umfjöllun Habermas um
þetta í „Remarks on Discourse Ethics,“ s. 52-60.
51 „Discourse Ethics,“ s. 106; „Reply,“ s. 235.
52 Sjá J. L. Cohen og A. Arato, Civil Society and Political Theory (Cambridge, Mass.:
MITPress, 1992), s. 357.