Hugur - 01.01.1997, Page 67

Hugur - 01.01.1997, Page 67
HUGUR Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas 65 aðeins sannfærast af hinum bestu rökum.47 Upphaflega túlkaði Habermas þessar reglur sem „fyrirmynd að lífshætti [Vorschein einer Lebensform],“A& en hefur síðan hafnað þeirri túlkun; rökræðureglur af þessu tagi geta aldrei runnið saman við hlutstæða, „áþreifanlega" stofnun eða tiltekinn lífshátt.49 Hann talar því ekki lengur um rök- ræðureglumar sem „fyrirmynd“D eða „hugsjón“ heldur ber fremur að skilja þær sem „mynd sem er nær hugsjón en veruleika“ (ideali- zations). Sem slíkar þjóna þær sem eins konar mælikvarði ([regulative ideas] í skilningi Kants) sem má nota til þess að gagnrýna raun- verulegar samræður eða stofnanir. En sem undirstaða raunverulegrar samræðu eru þær samt sem áður annað og meira en slíkur mæli- kvarði.50 Engin samræða getur því uppfyllt skilyrði rökræðureglnanna (eða fyrirmyndarmálþingsins) að öllu leyti. Jafnvel þótt samræður snúist um réttmætiskröfur sem ná, bæði í tíma og rúmi, út fyrir þá einstakl- inga og stofnanir sem bera þær uppi, verða þær aðeins réttlættar á grundvelli þeirra bjargráða (s.s. þekkingar, túlkunar þarfa o.s.frv.) sem tiltæk eru innan þjóðfélagsins. I þeim skilningi eru samræður „eylönd í ólgusjó mannlegrar starfsemi"51 eins og Habermas orðar það. Sam- komulag sem næst um tiltekna réttmætiskröfu í dag útilokar heldur ekki þann möguleika að nauðsynlegt geti reynst að setjast á rökstóla aftur á morgun til þess að skera úr um réttmæti kröfunnar öðru sinni - t.d. vegna nýrra upplýsinga, breyttra þjóðfélagsaðstæðna, eða vegna þess að túlkun þarfa hefur breyst.52 Á hinn bóginn er Habermas þeirrar skoðunar, eins og þegar er getið, að grundvallarlögmál samræðusiðfræðinnar verði ekki leitt af 47 „Wahrheitstheorien," s. 179-182; sjá einnig J. Habermas, „Morality, Society and Ethics: An Interview with Torben Hviid Nielsen,“ í Justification and Application, s. 163. 4ÍÍ „Wahrheitstheorien," s. 181. 49 Sjá J. Habermas, Autonomy and Solidarity: lnterviews, ritstj. P. Dews (London: Verso-New Left Review, 1986), s. 212; sjá einnig J. Habermas, „A Reply to My Critics," í D. Held og J. B. Thompson, ritstj., Habermas. Critical Debates (London: Macmillan Press, 1982), s. 227-228. 50 „Morality, Society, and Ethics," s. 164-165; sjá einnig umfjöllun Habermas um þetta í „Remarks on Discourse Ethics,“ s. 52-60. 51 „Discourse Ethics,“ s. 106; „Reply,“ s. 235. 52 Sjá J. L. Cohen og A. Arato, Civil Society and Political Theory (Cambridge, Mass.: MITPress, 1992), s. 357.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.