Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 81
HUGUR
Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas
79
vissu marki, við það sem allir geta samþykkt í siðferðilegri (eða
pólitískri) rökræðu. Hins vegar þarf líka að gera ráð fyrir sjálfræði
einstaklingsins (og þar með sviði einkalífs) til þess að tryggja að það
samkomulag sem samræðan leiðir (hugsanlega) til sé í raun
samkomulag milli frjálsra einstaklinga sem njóta jafnræðis."
Annað vandamál, en þó skylt hinu fyrra, tengist þeim greinarmun
sem Habermas gerir á réttlætingu viðmiðs eða siðareglu og gildi
hennar við tilteknar (félagslegar) aðstæður.100 Samfélagssinnaðir
heimspekingar sem leggja mikið upp úr hlutverki hagnýtrar skynsemi
eða dómgreindar (frónesis) í siðfræði vefengja einnig þennan greinar-
mun.101 Wellmer heldur því t.d. fram að megináhersla siðferðilegrar
röksemdafærslu á framsæmisstigi, þar sem gengið er út frá greinar-
mun siðferðis og laga, sé einmitt viðeigandi túlkun á hinu siðferðilega
sjónarhorni eða „beiting“ þess. Að hans mati skiptir greinarmunurinn
á lögmæti og gildi laga við tilteknar aðstæður höfuðmáli þegar lög eru
annars vegar, en ekki sé hægt að draga jafn skýrar línur hvað siðferði-
leg viðmið áhrærir vegna þess að siðferðileg yfirvegun (og rökræða)
standi dýpri rótum í tilteknu samhengi og því óhugsandi að túlka
siðferðileg viðmið án skrrskotunar til aðstæðna. Siðferðilegar rök-
ræður, samkvæmt Wellmer, snúast því yfirleitt um það hvemig við-
mið (eða siðareglur) verði best útfærð, eða um viðeigandi útfærslu
þeirra í tilteknum aðstæðum, eins og það er kallað.102
Fyrir það fyrsta er ekki alls kostar rétt hjá Wellmer að greinar-
munurinn á réttlætingu viðmiðs og gildi þess við tilteknar aðstæður í
kantískri siðfræði sé einvörðungu bundinn við lög. Og þrátt fyrir að
„viðeigandi lýsing“ á meginreglu um hegðun eða viðmiði krefjist
dómgreindar og bjóði heim ólíkum túlkunum, stendur það aldrei svo
djúpum rótum í tilteknu samhengi að ekki sé hægt að sértaka það og
meta á grundvelli hins skilyrðislausa skylduboðs. Frá sjónarmiði sam-
ræðusiðfræði þarf einnig dómgreind til að bera kennsl á það viðmið
" Sjá Cohen og Arato, Civil Society and Political Theory, s. 355-356.
100 Sjá „Morality and Ethical Life,“ s. 206-207; „Justice and Solidarity," s. 50-51.
101 Sjá t.d. Wellmer, „Ethics and Dialogue"; R. Beiner, „Do We Need a Philosophical
Ethics? Theory, Prudence, and the Primacy of Ethos,“ í The Philosophical Forum,
20 (1989), s. 230-243; S. Benhabib, „In the Shadow of Aristotle and Hegel,“ s. 53-
55.
102 Wellmer, „Ethics and Dialogue,“ s. 205 og áfram.