Hugur - 01.01.1997, Side 30
28
Stefán Snœvarr
HUGUR
skáldskapur og listir aðrar „afhjúpi veruleikann“ eða bendi í átt að
honum, en fjalli ekki beint og milliliðalaust um hann.37 Því er réttara
að tala um skáldlega innsýn fremur en skáldlegan sannleika. En þessi
staðreynd þarf ekki að draga úr þekkingargildi bragamála. Menn verða
að hafa hugfast að sitt er hvað, sannleikur og þekking. Skáldleg
innsýn getur aukið þekkingu okkar og þar með fært okkur nærri
sannleikanum. Ef skáldskapur getur eflt innsýn manna í þögla þekk-
ingu á kenndum og manngerðum ætti hún að þoka okkur nær sann-
leikanum um þessi fyrirbæri, ef einhver er.
Lokaorð
Við sáum í síðasta kafla að fjögur af einkennum skáldleikans koma
við sögu í þekkingaröflun mannskepnunnar. Við má bæta að ef grein-
ing mín á kvæði Stramms stenst þá er fímmta einkennið, stílbrögðin,
ekki sneytt þekkingargildi. Ég leiddi að því getum að hrynjandi kvæð-
isins ætti þátt í að auka innsýn lesandans í hugarástand hins þung-
lynda. Við getum því sagt með sann að heimsmynd okkar hafi skáld-
legan þátt. Raunheimar og skáldheimar marka hvor öðrum bás, þeir
geta ekki hvor án annars verið fremur en dagurinn og nóttin. Skáld-
skapurinn er því enginn holdsveikisjúklingur, einangraður á holds-
veikraspítala andans.
Picasso sagði: „Listin er lygi sem fær sannleikann til að birtast.“
Þótt skáldskapur geti ekki beinlínis verið sannur þá töfrar hann sann-
leikann fram, beinir sjónum okkar að því sem við höfum alltaf vitað
og breytir því um leið, sviptir hulunni af vorri þöglu þekkingu. Sá
sem bergir á suttungamiðinum öðlast því hlutdeild í viskunni.
Skáldjöfurinn franski Francis Ponge segir: „Hinn þögli heimur er
okkar eina sanna föðurland.“ Aðeins með því að hlusta á þögnina
fáum við numið speki ljóðsins.
37 Albrecht Wellmer: „Wahrheit, Schein, Versöhnung" í Jiirgen Habermas og L.
von Friedeburg (ritstj.), Adorno-Konferenz (Frankfurt a. M. 1983), bls. 165.