Hugur - 01.01.1997, Side 30

Hugur - 01.01.1997, Side 30
28 Stefán Snœvarr HUGUR skáldskapur og listir aðrar „afhjúpi veruleikann“ eða bendi í átt að honum, en fjalli ekki beint og milliliðalaust um hann.37 Því er réttara að tala um skáldlega innsýn fremur en skáldlegan sannleika. En þessi staðreynd þarf ekki að draga úr þekkingargildi bragamála. Menn verða að hafa hugfast að sitt er hvað, sannleikur og þekking. Skáldleg innsýn getur aukið þekkingu okkar og þar með fært okkur nærri sannleikanum. Ef skáldskapur getur eflt innsýn manna í þögla þekk- ingu á kenndum og manngerðum ætti hún að þoka okkur nær sann- leikanum um þessi fyrirbæri, ef einhver er. Lokaorð Við sáum í síðasta kafla að fjögur af einkennum skáldleikans koma við sögu í þekkingaröflun mannskepnunnar. Við má bæta að ef grein- ing mín á kvæði Stramms stenst þá er fímmta einkennið, stílbrögðin, ekki sneytt þekkingargildi. Ég leiddi að því getum að hrynjandi kvæð- isins ætti þátt í að auka innsýn lesandans í hugarástand hins þung- lynda. Við getum því sagt með sann að heimsmynd okkar hafi skáld- legan þátt. Raunheimar og skáldheimar marka hvor öðrum bás, þeir geta ekki hvor án annars verið fremur en dagurinn og nóttin. Skáld- skapurinn er því enginn holdsveikisjúklingur, einangraður á holds- veikraspítala andans. Picasso sagði: „Listin er lygi sem fær sannleikann til að birtast.“ Þótt skáldskapur geti ekki beinlínis verið sannur þá töfrar hann sann- leikann fram, beinir sjónum okkar að því sem við höfum alltaf vitað og breytir því um leið, sviptir hulunni af vorri þöglu þekkingu. Sá sem bergir á suttungamiðinum öðlast því hlutdeild í viskunni. Skáldjöfurinn franski Francis Ponge segir: „Hinn þögli heimur er okkar eina sanna föðurland.“ Aðeins með því að hlusta á þögnina fáum við numið speki ljóðsins. 37 Albrecht Wellmer: „Wahrheit, Schein, Versöhnung" í Jiirgen Habermas og L. von Friedeburg (ritstj.), Adorno-Konferenz (Frankfurt a. M. 1983), bls. 165.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.