Hugur - 01.01.1997, Qupperneq 99

Hugur - 01.01.1997, Qupperneq 99
HUGUR Gagnrýni opinberrar skynsemi 97 og fyrir heimsborgararétti sem hann svo kallar. Mikið af því sem hann hefur að segja um rétt á þessum víðari sviðum athafna er rökrétt af- Ieiðing þess sem hann hefur að segja um rétt einstaklinga, eins gagn- vart öðrum. Útvíkkunin er í slíkum efnum einkum í því fólgin að sam- félagið er fremur hugsað víðara en í upphafi var gert, en að til komi nýjar tegundir athafna eða nýjar og áður óskoðaðar aðstæður. Einstaklingsrétturinn er þannig að lokum skoðaður eins og hann nær til allra manna, þ.e. helst eins og það sem nú er kallað mannréttindi. Aðrir þættir útvíkkunarinnar eru þó þannig að þeir taka ekki til ein- staklinga heldur til réttinda milli fjölskipaðra fylkinga manna og þá einkum þjóða og ríkja. Þama eru hin röklegu tengsl við grunnhugtök og grunnhugmyndir siðfræðinnnar og þá einkum tengslin við hið æðsta siðaboð miklu lausari, enda tekur Kant þar upp í röksemdir sínar ýmislegt sem kemur beint úr reynslunni og sögunni. Þessar út- víkkanir eru þannig mjög svo syntetískar, þó Kant skoði ekki sérstak- lega hve haldgóð sannindi felast í þeirri reynslu og sögu sem hann tekur þama inn í mál sitt. Kant gerir raunar ýmsar merkilegar tillögur um skipan réttar milli ríkja og þjóða og sýnir þá gjaman að tillögur sínar séu heimilar á gmnni hins greinandi hluta kenningarinnar, þ.e. að tillögumar séu ekki í mótsögn þann hluta kenningarinnar. Einnig má líta á alla dygðafræði Kants sem útvíkkun á hinum greinandi hluta kenningar hans, enda segir hann sjálfur berum orðum að til að ná fram dygðafræðinni verði hann að bæta reynslulögmálum við þau röklegu lögmál skynseminnar sem eru eina undirstaða réttar- fræðinnar, að hann telur. Viðbótin sem hann þarf þarna er í raun aðeins ein: Gert er ráð fyrir að breytni manna hafi tilgang. Ekki er þar með sagt hver tilgangurinn er og þaðan af síður að allir menn hafi sama tilgang í margvíslegri breytni sinni. Þetta óræði tilgangsins er raunar reist á þeirri gmndvallarhugmynd að hlutimir sjálfir, hlutimir eins og þeir eru í sjálfum sér, séu manninum ekki aðgengilegir heldur séu þeir órannsakanlegir. Af þessum órannsakanleika heimsins eins og hann er, leiðir að tómt mál er að leita að tilgangi allra athafna og þá einnig að taka þann tilgang allan saman í huganum sem gæfu eða hamingju. Menn geta hins vegar einsett sér hitt og þetta og gera gjarnan í Ijósi hugmynda um gæfu sína eða hamingju, en hinn órannsakanlegi heimur ræður því hvort mönnum auðnast það sem þeir einsetja sér og hvort það verður þeim til gæfu eða ekki. Siðfræðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.