Hugur - 01.01.1997, Síða 99
HUGUR
Gagnrýni opinberrar skynsemi
97
og fyrir heimsborgararétti sem hann svo kallar. Mikið af því sem hann
hefur að segja um rétt á þessum víðari sviðum athafna er rökrétt af-
Ieiðing þess sem hann hefur að segja um rétt einstaklinga, eins gagn-
vart öðrum. Útvíkkunin er í slíkum efnum einkum í því fólgin að sam-
félagið er fremur hugsað víðara en í upphafi var gert, en að til komi
nýjar tegundir athafna eða nýjar og áður óskoðaðar aðstæður.
Einstaklingsrétturinn er þannig að lokum skoðaður eins og hann nær
til allra manna, þ.e. helst eins og það sem nú er kallað mannréttindi.
Aðrir þættir útvíkkunarinnar eru þó þannig að þeir taka ekki til ein-
staklinga heldur til réttinda milli fjölskipaðra fylkinga manna og þá
einkum þjóða og ríkja. Þama eru hin röklegu tengsl við grunnhugtök
og grunnhugmyndir siðfræðinnnar og þá einkum tengslin við hið
æðsta siðaboð miklu lausari, enda tekur Kant þar upp í röksemdir
sínar ýmislegt sem kemur beint úr reynslunni og sögunni. Þessar út-
víkkanir eru þannig mjög svo syntetískar, þó Kant skoði ekki sérstak-
lega hve haldgóð sannindi felast í þeirri reynslu og sögu sem hann
tekur þama inn í mál sitt. Kant gerir raunar ýmsar merkilegar tillögur
um skipan réttar milli ríkja og þjóða og sýnir þá gjaman að tillögur
sínar séu heimilar á gmnni hins greinandi hluta kenningarinnar, þ.e.
að tillögumar séu ekki í mótsögn þann hluta kenningarinnar.
Einnig má líta á alla dygðafræði Kants sem útvíkkun á hinum
greinandi hluta kenningar hans, enda segir hann sjálfur berum orðum
að til að ná fram dygðafræðinni verði hann að bæta reynslulögmálum
við þau röklegu lögmál skynseminnar sem eru eina undirstaða réttar-
fræðinnar, að hann telur. Viðbótin sem hann þarf þarna er í raun
aðeins ein: Gert er ráð fyrir að breytni manna hafi tilgang. Ekki er þar
með sagt hver tilgangurinn er og þaðan af síður að allir menn hafi
sama tilgang í margvíslegri breytni sinni. Þetta óræði tilgangsins er
raunar reist á þeirri gmndvallarhugmynd að hlutimir sjálfir, hlutimir
eins og þeir eru í sjálfum sér, séu manninum ekki aðgengilegir heldur
séu þeir órannsakanlegir. Af þessum órannsakanleika heimsins eins og
hann er, leiðir að tómt mál er að leita að tilgangi allra athafna og þá
einnig að taka þann tilgang allan saman í huganum sem gæfu eða
hamingju. Menn geta hins vegar einsett sér hitt og þetta og gera
gjarnan í Ijósi hugmynda um gæfu sína eða hamingju, en hinn
órannsakanlegi heimur ræður því hvort mönnum auðnast það sem þeir
einsetja sér og hvort það verður þeim til gæfu eða ekki. Siðfræðin