Hugur - 01.01.1997, Side 60
58
Stefán Erlendsson
HUGUR
siðferðilegar skuldbindingar séu ekki háðar neinu öðru en „hags-
munum skynseminnar" (Kant).25 Habermas skýrir hinn „skuldbind-
andi“ eiginleika siðareglna með hliðsjón af tengslum þeirra við félags-
legar athafnir sem miða að gagnkvæmum skilningi eða samkomulagi
- eða það sem hann kallar samskiptabreytni: Gild viðmið eru
siðferðilega bindandi vegna þess að þau standa í nánum tengslum við
félagsleg samskipti eða samskiptaferli sem enginn fær umflúið með
góðu móti.26
í öðru lagi er samræðusiðfræði „vitræn“ (cognitive) siðfræði-
kenning. Þetta auðkenni getur hæglega valdið ruglingi. Samkvæmt
einum skilningi er vitræn siðfræði sett upp sem andstæða sjálfdæmis-
hyggju eða afstæðishyggju og hún túlkuð sem málsvöm fyrir hlut-
lægni siðareglna og siðadóma.27 A hinn bóginn má líka setja hana upp
sem andstæðu siðfræðilegrar viljahyggju (voluntarism/decisionism).28
Þá er spurt hvort nægileg samsvörun sé milli siðferðilegrar og
vísindalegrar rökræðu, sem t.d. gerði okkur kleift að tala um framfarir
í þekkingaröflun eða meta ástæður og rök gagnrýnið með sambæri-
legum hætti á báðum þessum sviðum - og jafnvel einnig tala um víð-
25 Mikið hefur verið deilt um þennan greinarmun á skilyrðislausum og skilyrtum
skylduboðum í rökgreiningarheimspeki undanfarin ár. Habermas skipar sér í sveit
með þeim sem halda því fram að siðferði felist í skilyrðislausum skylduboðum
(þ.e. skylduboðum sem eru óháð hagsmunum og löngunum sem ekki eru reistar á
skynsamlegum forsendum), en tekur undir þá gagnrýni Philippu Foot og fleiri að
rökstuðningur Kants fyrir þess háttar skylduboðum hafi mistekist. Sjá Philippa
Foot, „Is Morality a System of Hypothetical Imperatives?" í Virtues and Vices
(Berkeley: University of Califomia, 1978), s. 157-173.
26 „Moral Consciousness,“ s. 130; og J. Habermas, „Was macht eine Lebensform
„rational“?“ í Erlauterungen zur Diskursethik (Frankfurt: Suhrkamp, 1991), s. 31-
48.
27 Hugmyndin um hlutlægni sem þetta sjónarmið virðist byggja á hefur sætt harðri
gagnrýni og sjálf röksemdin virðist hvíla á vafasömum greinarmun milli hins
hlutlæga og samhuglæga (intersubjective), a.m.k. hvað varðar siðferðilegar spum-
ingar eða álitamál. Samkvæmt Mackie, t.d., ber að skilja hlutlægni siðferðisgilda
eða dóma þannig að þeir séu „hluti af gerð heimsins" eða endurspegli hluta hans.
Sjá J. Mackie, Ethics: lnventing Right and Wrong (New York: Penguin, 1977), s.
22. Kant og Habermas neita því að til séu siðferðilegar staðreyndir sem dómar
okkar eiga að endurspegla eða taka mið af en em samt sem áður talsmenn vit-
rænnar siðfræði. Sjá J. Lear, „Moral Objectivity," í S. C. Brown, ritstj., Objectivity
and Cultural Divergence (Cambridge: Cambridge University Press, 1984), s. 153-
171.
28 Ekki er alltaf gerður skýr greinarmunur á þessu tvennu.