Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 56
54
Stefán Erlendsson
HUGUR
gagnrýnanlegar. Samkomulag næst ef allir staðfesta tiltekna kröfu -
þó ekki sé nema óbeint með þegjandi samþykki.10
Samkvæmt kenningunni um notkun tungumáls í samskiptum er
skilningur á sérhverri talgerð (hvort heldur í framsöguhætti eða boð-
hætti) „í eðli sínu“ samhangandi við mismunandi réttmætiskröfur og
möguleikann á því að viðmælandinn taki skynsamlega „já/nei“ af-
stöðu til þeirra.* 11 Sú réttmætiskrafa sem er gerð að viðfangsefni í sið-
ferðilegri rökræðu er þannig frábrugðin þeirri sem jafnan er lögð
áhersla á í lýsingum eða staðhæfingum - krafan um réttmæti siðaboða
fremur en sanngildi er þar í brennidepli - en aðrar réttmætiskröfur búa
venjulega undir í öllum talgerðum.12 í þessum skilningi er engin leið
að víkjast undan þeirri (því-sem-næst forskilvitlegu) skyldu að réttlæta
viðmið um hegðun fremur en sniðganga með öllu samskipti sem miða
að gagnkvæmum skilningi eða samkomulagi.
Lífheimurinn myndar það samskiptasamhengi sem er sameigin-
legur bakgrunnur þátttakendanna og leggur jafnframt til þau bjargráð
sem þarf til þess að geta tekið þátt í þessu ferli. í nútíma lífheimi, sam-
kvæmt Habermas, geta allir samskiptahæfir þátttakendur greint á milli
þriggja mismunandi tengsla við heiminn og þriggja samsvarandi rétt-
mætiskrafna: Krafa um sanngildi beinist að ástandi efnisheimsins;
krafa um réttmæti viðmiða (um hegðun) eða réttleika beinist að reglu-
setningu eða skipulagi á tengslum milli fólks í félagsheiminum; krafa
um einlœgni beinist að þeirri reynslu sem hver og einn upplifir í eigin
hugarheimi.13 Við getum greint á milli óumdeildra sanninda innan líf-
heimsins og inntaks þeirra samskipta sem miða að gagnkvæmum
skilningi eða samkomulagi - hvort heldur inntakið er hlutir, viðmið
eða einstaklingsbundin reynsla. Þetta inntak hefur verið skilið frá
hinum dreifða bakgrunni lífheimsins og tekið á sig „mynd þekkingar
10 J. Habermas, „Moral Consciousness and Communicative Aclion," í Moral
Consciousness and Communicative Action, s. 134.
11 Þessar fjórar kröfur eru helstar: Að það sem við segjum sé (i) skiljanlegt; (ii) að
það sé satt eða komi heim við þekkingu okkar á hlutveruleikanum; (iii) að það sé
rétt, þ.e. samræmist viðurkenndum leikreglum samfélagsins (eða réttmæti/lögmæti
þeirra); og (iv) að það sé sagt í einlægni.
13 Sjá um þetta t.d. J. Habermas, „What is Universal Pragmatics?" í Communication
and the Evolution ofSociety, þýð. T. McCarthy (Boston: Beacon Press, 1979), s. 1-
68.
13 „Discourse Ethics," s. 59; „Moral Consciousness," s. 136-137.