Hugur - 01.01.1997, Síða 56

Hugur - 01.01.1997, Síða 56
54 Stefán Erlendsson HUGUR gagnrýnanlegar. Samkomulag næst ef allir staðfesta tiltekna kröfu - þó ekki sé nema óbeint með þegjandi samþykki.10 Samkvæmt kenningunni um notkun tungumáls í samskiptum er skilningur á sérhverri talgerð (hvort heldur í framsöguhætti eða boð- hætti) „í eðli sínu“ samhangandi við mismunandi réttmætiskröfur og möguleikann á því að viðmælandinn taki skynsamlega „já/nei“ af- stöðu til þeirra.* 11 Sú réttmætiskrafa sem er gerð að viðfangsefni í sið- ferðilegri rökræðu er þannig frábrugðin þeirri sem jafnan er lögð áhersla á í lýsingum eða staðhæfingum - krafan um réttmæti siðaboða fremur en sanngildi er þar í brennidepli - en aðrar réttmætiskröfur búa venjulega undir í öllum talgerðum.12 í þessum skilningi er engin leið að víkjast undan þeirri (því-sem-næst forskilvitlegu) skyldu að réttlæta viðmið um hegðun fremur en sniðganga með öllu samskipti sem miða að gagnkvæmum skilningi eða samkomulagi. Lífheimurinn myndar það samskiptasamhengi sem er sameigin- legur bakgrunnur þátttakendanna og leggur jafnframt til þau bjargráð sem þarf til þess að geta tekið þátt í þessu ferli. í nútíma lífheimi, sam- kvæmt Habermas, geta allir samskiptahæfir þátttakendur greint á milli þriggja mismunandi tengsla við heiminn og þriggja samsvarandi rétt- mætiskrafna: Krafa um sanngildi beinist að ástandi efnisheimsins; krafa um réttmæti viðmiða (um hegðun) eða réttleika beinist að reglu- setningu eða skipulagi á tengslum milli fólks í félagsheiminum; krafa um einlœgni beinist að þeirri reynslu sem hver og einn upplifir í eigin hugarheimi.13 Við getum greint á milli óumdeildra sanninda innan líf- heimsins og inntaks þeirra samskipta sem miða að gagnkvæmum skilningi eða samkomulagi - hvort heldur inntakið er hlutir, viðmið eða einstaklingsbundin reynsla. Þetta inntak hefur verið skilið frá hinum dreifða bakgrunni lífheimsins og tekið á sig „mynd þekkingar 10 J. Habermas, „Moral Consciousness and Communicative Aclion," í Moral Consciousness and Communicative Action, s. 134. 11 Þessar fjórar kröfur eru helstar: Að það sem við segjum sé (i) skiljanlegt; (ii) að það sé satt eða komi heim við þekkingu okkar á hlutveruleikanum; (iii) að það sé rétt, þ.e. samræmist viðurkenndum leikreglum samfélagsins (eða réttmæti/lögmæti þeirra); og (iv) að það sé sagt í einlægni. 13 Sjá um þetta t.d. J. Habermas, „What is Universal Pragmatics?" í Communication and the Evolution ofSociety, þýð. T. McCarthy (Boston: Beacon Press, 1979), s. 1- 68. 13 „Discourse Ethics," s. 59; „Moral Consciousness," s. 136-137.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.