Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 115

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 115
HUGUR Að girnast konu 113 að ræða að mati Sartres. Hér eru menn ekki á einu máli. Fomgríski heimspekingurinn Epíkúrus leit á þetta dálítið öðrum augum eftir því sem haft er eftir lærisveini hans, Lúkretíusi.7 Menn geta í ríkari mæli stjómað hvötum sínum og þrám að mati Epíkúrusar heldur en Sartre vill vera láta. Epíkúrus hélt því fram að við ættum að stjóma hvötum okkar og löngunum með tilliti til þess hvað færi okkur ánægju og hamingju. Ef hvatir okkar færa okkur sanna ánægju, þ.e. ef hvatir okkar færa okkur meiri hamingju en óhamingju, þá eigum við að fylgja þeim. En ef svo er ekki þá eigum við að snúast gegn hvötum okkar og láta kall þeirra sem vind um eyru þjóta. Ólíkt Epíkúmsi vill Sartre ekki fallast á að kynferðisleg ástríða sé svo auðveldlega stjóm- anleg. Kynferðisleg ástríða er eitthvað sem tekur völdin, eitthvað sem truflar okkur og orkar lamandi, en ekki eitthvað sem við getum auð- veldlega stjómað. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Ég fellst á sjónarhom Sartres. Kyn- ferðisleg ástríða orkar lamandi, hún traflar mann og heldur manni í einhverskonar greipum. En eins og oft þegar ágreiningur kemur upp í heimspeki þá vill það stundum vera þannig að menn eru í raun ekki að tala um sama hlutinn. Ég kem ekki til með að fá úr því skorið hvort Sartre og Epikúrus séu í raun að gera greinarmun á kynferðis- legri ástríðu eins og hún birtist í vitundarlífi mínu og þeirri breytni sem hún kann að valda. Nú kunna hugsanlega einhverjir að skilja hug- mynd Sartres á þann veg að þar sem kynferðisleg ástríða er óstjóm- anleg verði viðkomandi af nauðsyn að hlaupa á eftir næsta einstakl- ingi sem hann gimist og fá lönguninni svalað. En gera verður samt þann greinarmun að þó svo að ég geti ekki stjórnað hvaða kenndir taka sér bólfestu í vitund minni og þó svo að ég geti ekki stjómað þessum kenndum í vitundinni þá er ekki þar með sagt að ég geti ekki stjómað breytni minni. Ég get haft taumhald á breytni minni þó svo að ég geti ekki ráðið því hvemig mér líður. Með þessum skilningi má fallast á sjónarmið beggja, Sartres annarsvegar um að kynferðisleg ástríða sé óstjómanleg kennd í vitund okkar og Epíkúrusar um að við þurfum ekki að fylgja hvötum okkar í breytni. 7 Lucretius, On the Nature ofThings, þýð. W.H.D. Rouse (Harvard University Press, 1924).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.