Hugur - 01.01.1997, Page 42

Hugur - 01.01.1997, Page 42
40 Vilhjálmur Arnason HUGUR Þetta lögmál hefur tvær hliðar, neikvæða og jákvæða, ef svo má að orði komast.7 Hin neikvæða hlið kröfunnar er að nota ekki fólk eins og tæki. Þetta felur það í sér að við verðum að veita sérhverri mann- eskju svigrúm til að rækta sjálfræði sitt og haga sér í samræmi við sína eigin dómgreind. Ég hef lýst þessari kröfu út frá hugmyndinni um mannhelgi sem því svæði sem fullveðja einstaklingar verða að hafa óskoraðan umráðarétt yfir.8 í ljósi þessa má segja að þetta siðalögmál Kants komi orðum að undirstöðuatriði allrar réttnefndrar frjálshyggju sem er að tryggja fólki griðasvæði þar sem það getur verið óhult fyrir óréttmætri íhlutun annarra. Mannhelgin er vörðuð mannréttindum og mannréttindakröfuna má einmitt nota til að sýna hvernig alhæfingarlögmálið og lögmálið um virðingu fyrir mann- eskjunni eru órjúfanlega tengd. Hin jákvæða hlið kröfunnar um virðingu fyrir manneskjunni birtist í því að við eigum ekki einungis að gefa fólki svigrúm til að lifa í samræmi við eigin markmið, heldur einnig beinlínis að styðja það í að ná markmiðum sínum. Kant kennir því þessa kröfu við náunga- kærleika. Samkvæmt þessu dugar gagnkvæmt afskiptaleysi ekki í sið- ferðilegu samfélagi heldur ber okkur að leggja eitthvað af mörkum til að allir geti lifað með reisn. Þessi hlið lögmálsins um virðingu fyrir manneskjunni rennir því stoðum undir kröfuna um félagslega samhjálp og þá hugmynd að mannréttindi séu ekki bara frelsi undan óréttmætri íhlutun heldur jafnframt tilkall til lágmarks lífsgæða.9 Kant færir rök fyrir því að hvort tveggja feli í sér siðareglur sem við getum röklega og af fullri samkvæmni viljað að gildi sem almenn lögmál. 3. Samtímasiðfrœöi í anda Kants: Rawls og Habermas Til að sýna fram á þýðingu hinnar kantísku hugsunar í siðfræði fyrir samtímann langar mig til að taka tvö dæmi um áhrifaríkar heimspeki- kenningar. Hér er um að ræða réttlætiskenningu Bandaríkjamannsins 7 Sbr. túlkun Onora O'Neill, „Between Consenting Adults,“ Philosophy and Public Affairs 14 (sumar 1985). 8 Siðfrœði lífs og dauða (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði 1993), s. 20. 9 Ég hef fjallað um þetta f grein minni „Mannhelgi og mannréttindi," Mannréttindi l stjórnarskrá (Reykjavík: Mannrétdndaskrifstofa íslands 1994), s. 19-26.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.