Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 66
64
Stefán Erlendsson
HUGUR
dulin sem hún kann að vera.“44 Þar ríkir áhrifamáttur hinna bestu
raka einn, ofar hverri kröfu. Loks verður niðurstaða samræðunnar að
uppfylla viss formskilyrði: Hún verður að vera vel rökstudd, þ.e.
fengin með því að nota einhvers konar reglu (s.s. ályktunarreglu) og
studd frekari gögnum sem varpa ljósi á viðfangsefnið (s.s. lýsingu á
aðstæðum eða hugsanlegum afleiðingum sem búast má við að tiltekið
viðmið geti haft í för með sér, væri það almennt virt)45
Til samans lýsa rökræðureglurnar þeim forsendum sem þáttakendur
í samræðu verða að ganga út frá ef þeir eiga að geta litið svo á að sam-
komulag sem þeir gera sín í milli (ef samkomulag næst á annað borð)
sé skynsamlega undirbyggt. Habermas talar (stundum) um ákjósan-
legar samræðuaðstæður eða „fyrirmyndarmálþing" (ideal speech situ-
ation) - þar sem á að vera hægt að komast að skynsamlegu samkomu-
lagi - í þessu sambandi46 En hver er nákvæmlega staða rökræðu-
reglnanna/fyrirmyndarmálþingsins? Þátttakendur hljóta að gera ráð
fyrir að reglunum sé fylgt á fullnægjandi hátt en geta samt aldrei verið
vissir um að svo hafi verið í reynd þegar samkomulag er gert. Við
vitum með öðrum orðum aldrei fyrir víst hvort samþykki okkar er í
rauninni skynsamlegt; það er einfaldlega ekki í mannlegu valdi að
öðlast fullvissu um slíkt. Reglumar hafa þannig þá sérkennilegu stöðu
að vera í senn „staðlaus fyrirmynd" (counterfactual ideal) - samræðan
gengur fyrir sig eins og þær giltu - og raunvemlega virkar í samræðu
- þ.e. undirstaða allrar rökræðu sem samræður okkar taka meira eða
minna mið af og því órjúfanlegur hluti af stofnunum samfélagsins.
Við gemm ráð fyrir slíkum forsendum í samræðum okkar hvar og
hvenær sem er að svo miklu leyti sem við emm móttækileg fyrir
upplýsingum sem skipta máli, hlustum á þá sem eiga í hlut og látum
44 „Discourse Ethics,“ s. 89.
45 Habermas byggir hér á rökræðukenningu Stephens Toulmin í The Uses of
Argument (Cambridge: Cambridge University Press, 1964), sérstakl. s. 94-145. Sjá
„Wahrheitstheorien,“ s. 159-174, og J. Habermas, The Theory of Communicative
Action. Volume One: Reason and the Rationalization ofSociety, þýð. T. McCarthy
(Boston: Beacon Press, 1984), s. 22-42.
46 í ágætri grein, „Mannúðarmálfræðin: Kenningar Habermas og Apels um
boðskipti," í Lesbók Morgunblaðsins, 1. og 8. mars 1997, notar Stefán Snævarr
orðið „kjörræðustaða" fyrir það sem hér er kallað fyrirmyndarmálþing og er fengið
úr þýðingu Stefáns Jóns Hafstein á grein eftir N. Gamham, „Fjölmiðlamir og
„almenningur“,“ sem birtist x Tímariti Máls og menningar, 1 (1987), s. 44-62.