Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 82

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 82
80 Stefán Erlendsson HUGUR sem ætlunin er að prófa í samræðu og til að meta gildi þess við mis- munandi aðstæður. Samræður um lögmæti (lagalegs) viðmiðs verða líka að taka með í reikninginn mismunandi gildi þess eftir aðstæðum og fyrirsjáanlegar afleiðingar sem kynnu að hljótast af því, væri það almennt virt. En það þýðir ekki nauðsynlega að viðmið séu svo ríg- bundin af samhengi sínu, eins og Wellmer vill vera láta, að ekki sé með góðu móti hægt að alhæfa um nokkum skapaðan hlut. Enda þótt Wellmer leggi réttilega áherslu á mikilvægi dómgreindar við að lýsa (og greiða úr) siðferðilegum ágreiningi, tekur hann ekki nægilegt tillit til þess að siðferðileg viðmið eru veigamikil undirstaða félagslegra samskipta og vanmetur þess vegna að hve miklu leyti unnt er að lýsa slíkum ágreiningi með tilvísun í undirliggjandi viðmið á mismunandi sértekningarstigum.103 Þriðja og síðasta aðfinnslan varðar hugsjónina um skynsamlegt samkomulag, sem býr undir í viðmiðum samræðusiðfræðinnar um lögmæti. Steven Lukes, meðal annarra, heldur því fram að hugmyndin um samkomulag sé annað hvort svo óraunhæf að ekki sé ástæða til að ætla að neitt raunverulegt viðmið uppfylli þau skilyrði sem hún setur eða hitt, að einungis sé hægt að nálgast þessa hugsjón að einhverju marki á kostnað þeirrar róttæku fjölhyggju (fjölbreytni í skoðunum og lífsstíl) sem beri undir öllum kringumstæðum að virða í frjálslyndum þjóðfélögum.104 Hvort heldur sem er, geri slíkt samkomulag ráð fyrir hugmyndinni um fullkomlega gagnsætt þjóðfélag sem sé vita óraunsæ og jafnvel alræðisleg.105 Þessi gagnrýni byggir hins vegar á mis- skilningi varðandi hlutverk samkomulagshugmyndarinnar í kenningu Habermas.106 Þrátt fyrir að hugmyndin um skynsamlegt samkomulag 103 Habennas styðst við greiningu K. Giinther í þessu sambandi. Sjá K. Giinther, The Sense of Appropriateness: Discourses of Application in Morality and Law, þýð. J. Farrell (Albany: State University of New York Press, 1993); K. Giinther, „Impartial Application of Moral and Legal Norms: A Contribution to Discourse Ethics,“ í Philosophy and Social Criticism, 14 (1988), s. 199-206. Sjá umfjöllun Habermas um þetta í „Remarks on Discourse Ethics,“ s. 36-38. 104 Sjá S. Lukes, „Of Gods and Demons: Habermas and Practical Reason,“ í Habermas. Critical Debates, s. 139-141; sjá einnig I. Young, „Impartiality and the Civic Public,“ í Benhabib og Comell, ritstj., Feminism as Critique, s. 70-72. 105 Sbr. einnig R. Spaemann, „Die Utopie der Herrschaftsfreiheit,“ í Merkur, 292 (ágúst, 1972). 106 Sjá Habermas, „A Reply to my Critics," s. 254 og áfram; „Remarks on Discourse Ethics," s. 57 og áfram; og S. K. White, „Reason and Authority in Habermas: A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.