Hugur - 01.01.1997, Page 115
HUGUR
Að girnast konu
113
að ræða að mati Sartres. Hér eru menn ekki á einu máli. Fomgríski
heimspekingurinn Epíkúrus leit á þetta dálítið öðrum augum eftir því
sem haft er eftir lærisveini hans, Lúkretíusi.7 Menn geta í ríkari mæli
stjómað hvötum sínum og þrám að mati Epíkúrusar heldur en Sartre
vill vera láta. Epíkúrus hélt því fram að við ættum að stjóma hvötum
okkar og löngunum með tilliti til þess hvað færi okkur ánægju og
hamingju. Ef hvatir okkar færa okkur sanna ánægju, þ.e. ef hvatir
okkar færa okkur meiri hamingju en óhamingju, þá eigum við að
fylgja þeim. En ef svo er ekki þá eigum við að snúast gegn hvötum
okkar og láta kall þeirra sem vind um eyru þjóta. Ólíkt Epíkúmsi vill
Sartre ekki fallast á að kynferðisleg ástríða sé svo auðveldlega stjóm-
anleg. Kynferðisleg ástríða er eitthvað sem tekur völdin, eitthvað sem
truflar okkur og orkar lamandi, en ekki eitthvað sem við getum auð-
veldlega stjómað.
Hér er þó ekki öll sagan sögð. Ég fellst á sjónarhom Sartres. Kyn-
ferðisleg ástríða orkar lamandi, hún traflar mann og heldur manni í
einhverskonar greipum. En eins og oft þegar ágreiningur kemur upp í
heimspeki þá vill það stundum vera þannig að menn eru í raun ekki
að tala um sama hlutinn. Ég kem ekki til með að fá úr því skorið
hvort Sartre og Epikúrus séu í raun að gera greinarmun á kynferðis-
legri ástríðu eins og hún birtist í vitundarlífi mínu og þeirri breytni
sem hún kann að valda. Nú kunna hugsanlega einhverjir að skilja hug-
mynd Sartres á þann veg að þar sem kynferðisleg ástríða er óstjóm-
anleg verði viðkomandi af nauðsyn að hlaupa á eftir næsta einstakl-
ingi sem hann gimist og fá lönguninni svalað. En gera verður samt
þann greinarmun að þó svo að ég geti ekki stjórnað hvaða kenndir
taka sér bólfestu í vitund minni og þó svo að ég geti ekki stjómað
þessum kenndum í vitundinni þá er ekki þar með sagt að ég geti ekki
stjómað breytni minni. Ég get haft taumhald á breytni minni þó svo
að ég geti ekki ráðið því hvemig mér líður. Með þessum skilningi má
fallast á sjónarmið beggja, Sartres annarsvegar um að kynferðisleg
ástríða sé óstjómanleg kennd í vitund okkar og Epíkúrusar um að við
þurfum ekki að fylgja hvötum okkar í breytni.
7 Lucretius, On the Nature ofThings, þýð. W.H.D. Rouse (Harvard University
Press, 1924).