Hugur - 01.01.1997, Side 81

Hugur - 01.01.1997, Side 81
HUGUR Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas 79 vissu marki, við það sem allir geta samþykkt í siðferðilegri (eða pólitískri) rökræðu. Hins vegar þarf líka að gera ráð fyrir sjálfræði einstaklingsins (og þar með sviði einkalífs) til þess að tryggja að það samkomulag sem samræðan leiðir (hugsanlega) til sé í raun samkomulag milli frjálsra einstaklinga sem njóta jafnræðis." Annað vandamál, en þó skylt hinu fyrra, tengist þeim greinarmun sem Habermas gerir á réttlætingu viðmiðs eða siðareglu og gildi hennar við tilteknar (félagslegar) aðstæður.100 Samfélagssinnaðir heimspekingar sem leggja mikið upp úr hlutverki hagnýtrar skynsemi eða dómgreindar (frónesis) í siðfræði vefengja einnig þennan greinar- mun.101 Wellmer heldur því t.d. fram að megináhersla siðferðilegrar röksemdafærslu á framsæmisstigi, þar sem gengið er út frá greinar- mun siðferðis og laga, sé einmitt viðeigandi túlkun á hinu siðferðilega sjónarhorni eða „beiting“ þess. Að hans mati skiptir greinarmunurinn á lögmæti og gildi laga við tilteknar aðstæður höfuðmáli þegar lög eru annars vegar, en ekki sé hægt að draga jafn skýrar línur hvað siðferði- leg viðmið áhrærir vegna þess að siðferðileg yfirvegun (og rökræða) standi dýpri rótum í tilteknu samhengi og því óhugsandi að túlka siðferðileg viðmið án skrrskotunar til aðstæðna. Siðferðilegar rök- ræður, samkvæmt Wellmer, snúast því yfirleitt um það hvemig við- mið (eða siðareglur) verði best útfærð, eða um viðeigandi útfærslu þeirra í tilteknum aðstæðum, eins og það er kallað.102 Fyrir það fyrsta er ekki alls kostar rétt hjá Wellmer að greinar- munurinn á réttlætingu viðmiðs og gildi þess við tilteknar aðstæður í kantískri siðfræði sé einvörðungu bundinn við lög. Og þrátt fyrir að „viðeigandi lýsing“ á meginreglu um hegðun eða viðmiði krefjist dómgreindar og bjóði heim ólíkum túlkunum, stendur það aldrei svo djúpum rótum í tilteknu samhengi að ekki sé hægt að sértaka það og meta á grundvelli hins skilyrðislausa skylduboðs. Frá sjónarmiði sam- ræðusiðfræði þarf einnig dómgreind til að bera kennsl á það viðmið " Sjá Cohen og Arato, Civil Society and Political Theory, s. 355-356. 100 Sjá „Morality and Ethical Life,“ s. 206-207; „Justice and Solidarity," s. 50-51. 101 Sjá t.d. Wellmer, „Ethics and Dialogue"; R. Beiner, „Do We Need a Philosophical Ethics? Theory, Prudence, and the Primacy of Ethos,“ í The Philosophical Forum, 20 (1989), s. 230-243; S. Benhabib, „In the Shadow of Aristotle and Hegel,“ s. 53- 55. 102 Wellmer, „Ethics and Dialogue,“ s. 205 og áfram.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.