Hugur - 01.01.1997, Side 40

Hugur - 01.01.1997, Side 40
38 Vilhjálmur Árnason HUGUR henni margvíslegar og í raun undir einstaklingunum komnar. Kant orðar kjamann í hugmynd sinni skemmtilega þegar hann segir að hamingjan sé hugsjón ímyndunaraflsitis en ekki skynseminnar.4 Með þessari afstöðu víkur Kant frá hinni fornu hugsun að hægt sé að lýsa leiðinni til lífshamingju á þann hátt að skynsemin geti knúið mann til að feta hana. Hver og einn verði að finna það út í ljósi eigin lífs- reynslu hvað færi honum hamingju og hún sé því skilyrt af margvís- legum þáttum sem koma siðfræði lítið við. Það verður hins vegar ströng siðfræðileg krafa að virða rétt hverrar manneskju til að leita hamingjunnar á sínum eigin forsendum. Þannig skrifar Kant: Ef undanskilin eru börn og fólk sem er viti sínu fjær, get ég ekki gert nokkurri manneskju gott út frá minni hugmynd um hamingjuna, heldur einungis samkvæmt hugmynd þeirrar manneskju sem er velgjörðarinnar aðnjótandi.5 & Önnur rök sem Kant færir gegn því að hamingjan sé markmið sið- ferðislífsins er að mannlífinu sé þannig háttað að það veiti enga trygg- ingu fyrir því að siðferðilega gott líf leiði til hamingju. Þvert á móti getur sá sem lifír siðferðilega ábyrgu lífi þurft að færa miklar fómir, en siðleysingjar lifað í vellystingum praktuglega eins og alþekkt er. í heiminum eru því engin réttlætistengsl á milli hamingju og siðferðis því einungis sú siðferðiskennd sem Kant kennir við hinn góða vilja gerir menn verðuga hamingjunnar. (Þessi hugsun leiðir Kant síðan til þess að halda því fram að það sé siðferðilega nauðsynlegt að gera ráð fyrir tilvist Guðs.) Andspænis heimspekingum nýaldar eins og Thomasi Hobbes, sem leituðust við að hanna siðferðið sem ytra reglukerfi sem tryggja mætti mönnum frið og öryggi, bendir Kant á að slík hagkvæmnisrök duga ekki sem réttlæting siðareglna. Segja má að með kenningu sinni leitist Kant við að draga fram kjama þeirrar siðferðishefðar sem mótazt hafði í kristinni menningu og skýri forsendur hennar. Aðferð hans er að líta á hversdagslegar hugmyndir okkar um siðferðilega breytni - ekki sízt þá að við lofum þær athafnir sem virðast vera framkvæmdar 4 H.J. Paton, The Moral Law. Kant's Groundwork of the Metaphysics of Morals (London: Hutchison 1948), s. 82. Ég fjalla stuttlega um siðfræði Kants í Pœttir úr sögu sidfrœðinnar, s. 46-56. 5 Immanuel Kant, The Doctrine of Virtue, þýð. Mary Gregor (New York: Harper & Row 1964), s. 453.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.