Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 72

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 72
70 Stefán Erlendsson HUGUR verk; hún verður „staðgengill“ (Platzhalter) kenninga reynsluvísinda sem gera kröfu um algildi. Heimspekin getur líka uppfyllt annað hlut- verk; hún getur, með túlkunum sínum, skapað jafnvægi milli einstakra þátta skynseminnar - vísinda, siðferðis og lista. Þrátt fyrir hógværari hlutverk er heimspekin eftir sem áður vemdari skynseminnar.65 Eins og fram er komið greinir Habermas á milli þriggja réttmætis- krafna, sanngildis, réttleika og einlægni, og þriggja samsvarandi heima sem þær beinast að: Efnisheims, félagsheims og hugarheims. Fjórða krafan, krafa um að það sem sagt er sé skiljanlegt (eða skiljan- leika) beinist svo að tungumálinu sjálfu. Samkvæmt þessari sundur- greiningu þroskar sjálfið með sér vitsmuni, mál- og samskiptahæfni. En hvað með „hið innra“ sjálf? Sjálfsþróun felur ekki aðeins í sér vit- und um innra sjálf heldur einnig samþættingu þess við algildar form- gerðir hugarstarfs, máls og samskipta, ásamt með þróun tilfinninga og innri hvata. Samskiptahæfni er lykilþáttur í sjálfsmynd og siðvitund (moral consciousness); hún „leysir unglinginn ekki aðeins úr fjötrum sjálfshyggju frumbemskunnar heldur einnig undan oki hefðbundinnar hlutverkaskipunar,“ svo notað sé orðalag Thomasar McCarthy.66 „Siðvitund" er síðan „innst inni“ ekkert annað en „getan til þess að beita samskiptahæfni við að leysa úr siðferðilegum ágreiningi.“67 Þetta gerir mögulegt að fella siðferðisþroskastig Kohlbergs saman við og leiða þau af þroskastigum hlutverkahæfni (role competence) sam- kvæmt greiningu Habermas.68 Þegar félagsheimurinn er útskýrður frá siðferðissjónarmiði er tekin skilyrt afstaða til viðmiða sem njóta al- mennrar viðurkenningar, þ.e. þau eru skipuð undir meginreglur eða lögmál og að lokum undir aðferðir við að sannprófa slík lögmál. Þessi 65 „Philosophy as a Stand-In and Interpreter," s. 18-20. 66 McCarthy, The Critical Theory ofJiirgen Habermas, s. 348. 67 Habermas, „Moral Development and Ego Identity," í Communication and the Evolution ofSociety, s. 88. 68 Kohlberg greinir þrjú aðalstig siðferðisþroska í kenningu sinni: „forsæmisstig" (preconventional), „velsæmisstig" (conventional) og „framsæmisstig" (postcon- ventional). Sjá L. Kohlberg, Essays on Moral Development, fyrra bindi: Philosophy of Moral Development: Moral Stages and the Idea of Justice (San Francisco: Harper, 1981). Þýðing þessara hugtaka er komin frá Wolfgang Edel- stein. Sbr. Sigríði Þorgeirsdóttur, „Frelsi, samfélag og fjölskylda. Femínísk gagn- rýni, samfélagshyggja og frjálslyndisstefna," í Huga, tímariti Félags áhugamanna um heimspeki, 6 (1993/1994), s. 37, neðanmálsgrein 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.