Hugur - 01.01.1997, Síða 57

Hugur - 01.01.1997, Síða 57
HUGUR Samrœðusiðfrœði Jurgens Habermas 55 sem er opin fyrir rökræðu, þekkingar sem gerir kröfu til réttmætis og hægt er að gagnrýna, þ.e.a.s. þekkingar sem hægt er að deila um á grundvelli raka.“14 Með þessum „ósjálfhverfa“ (decentred) skilningi á heiminum er líf- heiminum „stillt upp“ í fjarlægð um leið og efnisheimurinn er tekinn fræðilegum tökum, félagsheimurinn er útskýrður frá siðferðissjónar- miði og hugarheimurinn túlkaður fagurfræðilega.15 Á vettvangi sam- skipta ríkir (meira eða minna) „skilyrt afstaða“ sem opnar fyrir mögu- leikann á því að taka upp samræður (eða rökræðu), sem er „yfir- vegaðra“ eða meira krefjandi form samskiptabreytni.16 Samræðu- siðfræði tengist sérstaklega hinni siðferðilegu sýn á samfélagið sem er tekin upp þegar réttmæti/lögmæti ríkjandi stofnana er dregið í efa. Undir þeim kringumstæðum njóta þær ekki lengur þegjandi sam- þykkis og eru því mögulegt viðfangsefni siðferðilegrar rökræðu. Við gerum greinarmun á þeirri félagslegu staðreynd að viðmið er almennt viðurkennt og því hvort það verðskuldar slíka viðurkenningu.17 Það er hugsanlegt að viðmið sem er almennt viðurkennt sé óréttmætt, þ.e. að ekki sé hægt að réttlæta það með skynsamlegum rökum í samræðu. Ef réttmæti viðmiðs er dregið í efa rofnar það bakgrunnssamkomulag sem stuðlar að samhæfingu félagslegra athafna í daglegum samskipt- um fólks. Samræður eru aðferð til þess að rökræða siðferðileg efni þar sem „þátttakendur halda áfram samskiptum sem miða að gagnkvæm- um skilningi eða samkomulagi með gagnrýnu hugarfari í þeim til- gangi að endurvekja samkomulag sem hefur verið rofið.“18 Sam- komulag er í höfn ef þátttakendumir - allir sem einn - sannfærast um eitthvað í sameiningu. Slíkt gæti falist í því að viðmið sem naut almennrar viðurkenningar áður en það varð umdeilt hljóti almenna viðurkenningu á ný eða að því sé skipt út fyrir aðra kröfu sem álitin er réttmæt. Samræðusiðfræði Habermas hefur þannig ættarmót síð-kantískra kenninga á borð við kenningu Alans Gewirth þar sem reynt er að leiða 14 „Moral Consciousness," s. 138. 15 „Discourse Ethics," s. 107. 16 „Moral Consciousness," s. 156. 17 „Discourse Ethics,“ s. 61. 18 Sama rit, s. 67.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.