Hugur - 01.01.1997, Page 22

Hugur - 01.01.1997, Page 22
20 Stefán Snœvarr HUGUR almennum reglum skiptir fordæmi öllu máli. Dómarinn beitir innsæi og dómgreind til að sjá hvaða fordæmi beri að fylgja er dæma skal í tilteknu máli.25 Af spekimálum meistara síns draga Björgvinjarskólamenn þá ályktun að þekking okkar á tilfinningum sé þögul.26 Og eins og les- endur eflaust grunar er sú mín bjargföst trú að fagurbókmenntir geti sagt okkur sitthvað um víxlhrif kennda og látæðis. í Egils sögu segir frá því er þeir Egill og Þórólfur bróðir hans berjast í sveit Aðalsteins Englakonungs og Þórólfur fellur. Fer Egill til fundar við konung og er skipað í öndvegi gegnt konungi. Fylgir nú forkostuleg lýsing annars vegar á svipbrigðum og látbragði skáldjöfursins, hins vegar á skapgerð hans. Orðrétt segir: Hann hafði hjálm á höfði og lagði sverðið um kné sér og dró annað skeið til hálfs en þá skellti hann aftur í slíðrin. Og enn segir: En er hann sat, sem fyrr var ritað, þá hleypti hann annarri brúninni ofan á kinnina en annarri upp í hárrætur.27 Þennan leik lék hann svo um nokkra hríð. Af samhenginu, lýsingunni á lundarfari Egils og ytri kringum- stæðum, má draga þær ályktanir að hann tjái sorg, reiði og hefndar- þorsta með látæði sínu. Og lýsingin ætti að geta aukið skilning okkar á fjölþættum samleik atferlis og tilfinninga, hversu óvenjuleg sem hegðun Egils kann að vera. Við getum skilið lýsinguna í ljósi meira eða minna skýrra hug- mynda um það hvers konar maður Egill er og öfugt getum við aðeins skilið hvern mann hann hefur að geyma í ljósi gjörða hans. Því hefur oft verið haldið fram að skáldskapur geti sagt okkur sitt lítið af hverju um manngerðir og hygg ég að það muni rétt vera. Ekki er hægt að skilja tiltekna manngerð án þess að þekkja skóladæmi um það hvernig menn þessarar gerðar hegða sér. Og þekking á samspili tilfinninga, hugsana og athafna sem er órjúfandi þáttur manngerða er að sjálfsögðu 25 Wittgenstein (1958), hluti II, bls. 227-229. Dæmin eru frá Kjell S. Johannessen (1988). 26 Kjell S. Johannessen (1988), bls. 42-44. 27 Egils saga í íslendingasögum / (Reykjavík 1985), 55. kapítuli, bls. 438.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.