Hugur - 01.01.1997, Page 23
HUGUR
Sannleikur og suttungamjöður
21
þögul. Tökum sem dæmi þá manntegund sem við köllum „lúða.“
Lúðinn er gjarnan klaufalegur í framgöngu og heimóttarlegur í fasi.
Tilfinningalífið er líklega án fínna drátta og vitsmunirnir oft ekki
miklir. En allir þeir sem hafa hitt hallærislega einstaklinga sjá að
þessi skilgreining nær skammt. Meinið er að eðlisskilgreining á
hugtakinu „lúði“ er vandfundin. Ekki er hlaupið að því að finna bæði
nauðsynlegar og nægjanlegar forsendur fyrir beitingu hugtaksins.
(Þetta einkennir þau hugtök sem við notum til að grípa þögla þekk-
ingu.) Hugtakið er samt ekki innihaldslaust. Þótt satt kunni að vera
að ekki sé til eðlisskilgreining á hugtakinu „bókmenntir“ verður það
ekki inntakslaust fyrir vikið. Við getum bent á handföst dæmi um
bókmenntaverk og sagt „texti x og texti y og fyrirbæri sem líkjast
þeim eru bókmenntaverk,“ samanber það sem sagði áðan um tengsl
dæmatöku og þögullar þekkingar. Sama gildir um lúða og hér geta
fagurbókmenntir lagt sitt af mörkunum. Einar Kárason lýsir „halló
gæja“ með giska skondnum hætti í skáldsögunni Þetta eru asnar,
Guðjón. Hann segir hvergi berum orðum að persónan sé lúði en lætur
í það skína með handföstum dæmum um hallærislegheit hennar. T.d.
segir spekingurinn jafnan „1-0“ er hann leysir vind. Slíkur „brandari“
hlýtur að vera skóladæmi um lúðamennsku.
Blessunarlega eru til aðrar manntegundir á þessari guðsvoluðu jarð-
arkringlu en lúðamir; til dæmis eru til öfgafullir, orkuríkir, skapharðir
menn. Dostojevskí kallar þessa manngerð „Karamazovtýpuna.“ Hann
lætur Dmítrí Karamasov draga karlfausk nokkurn á hárinu út af knæpu
í æðiskasti, framkoma sem maður væntir af öfgafullum, orkuríkum,
skaphörðum manni. í ljósi þess sem ég hef sagt um röktengsl athafna,
þögullar þekkingar og handfastra dæma ætti dæmi Dostojevskís að
kasta ljósi á eðli þessarar manntegundar. Sú staðreynd að Dmítrí er
ýkt persóna, rétt eins og Egill, þarf ekki að breyta neinu þar um.
Líkön náttúruvísindanna eru eins konar ýkjur, meðvitaðar einfaldanir á
flóknum veruleika. Það eru einmitt einfaldanimar og ýkjurnar sem
hjálpa okkur til að skilja reynsluheiminn betur í krafti þess að gefa
okkur meiri yfirsýn og von um að finna meginþætti hans. Eitthvað
svipað gildir um ýktar persónur í skáldskap að minni hyggju.