Hugur - 01.01.1997, Page 95

Hugur - 01.01.1997, Page 95
HUGUR Gagnrýni opinberrar skynsemi 93 þess sem með réttu má kalla stjórnmálaefni og opinber mál, þ.e. umræðu um réttlætið. Takmarkanir þessar á umræðunni og afmörkun þess sem Rawls kallar opinbera skynsemi, má fá fram neikvætt með því að vísa á bug þeim efnum og aðferðum sem allsherjarskoðanimar eiga dýpstar rætur að rekja til eða öllu heldur að vísa slíkri umræðu um hinstu rök til skoðanabræðra en burt úr umræðu um grunn stjóm- málaefna og opinberra mála. Þannig eiga guðfræði einstakra trúfélaga eða þekkingarfræði einstakra heimspekikenninga ekki erindi í opin- bera umræðu og teljast því ekki til opinberrar skynsemi. A jákvæðari hátt, en álíka skilmerkilegan, má líta á opinbera skynsemi sem nokk- um veginn það umræðusvið og umræðuhátt sem blasir við fáfræð- ingunum í upphafsstöðunni. Hvorug þessara einkenna opinberrar skynsemi má líta á sem beina skilgreiningu, enda em skilgreiningar hér, eins og endranær, ekki aðeins óþarfar heldur einnig hættulegar þar sem verið er að lýsa atriðum sem allir átta sig nægilega vel á. Öll umræða hefst einhvers staðar og þá með því að afmarka umræðuefnið og þá jafnframt hvað megi tína til umræðunnar; um leið og umræða er hafin eru vébönd hennar ákveðin. Einkenni opinberrar umræðu og opinberrar skynsemi sem slík umræða skal fylgja> eru reyndar þegar fólgin í hulu fáfræðinnar og helgast af málfrelsinu sem eru ein þeirra grunnréttinda sem lögmálin tvö taka til. Það er því að vonum að ekki þurfi að breyta neinu í smíði upphafsstöðunnar né heldur í kenni- setningunum sem þaðan eru sprottnar þótt hugsmíðinni velskipað samfélag sé breytt með því að gera mönnum þar kleift að hafa allar hugsanlegar andstæðar allsherjarskoðanir. En einu verður þó að breyta í eiginleikum þeim sem mönnum eru lagðir til eða öllu heldur í skyld- unum sem á þá eru lagðar, en það er umburðarlyndi í formi kurteisis- skyldu. Kurteisisskyldan, sem Rawls nefnir reyndar fyrst því nafni, „duty of civility“ í Political Liberalism, er skilgetið afsprengi þeirrar virðingar, nokkuð óttablandinnar, sem fáfræðingamir bera hver fyrir öðrum í óvissu upphafsstöðunnar, þar sem þeir vita ekki nema þeir séu sjálfir lítilmagnar eða hafi í flestu rangt fyrir sér. Þessi virðing fyrir öðrum og ósk um sams konar virðingu frá öðrum er undirrót sanngirni og samningsvilja fáfræðinganna og nauðsynlegt skilyrði samfélagslífs í velskipuðu samfélagi. Rawls nefnir, eins og fyrr var getið, þrennt sem er líkt með þeim Kant. Hið fyrsta var það að túlka megi réttlætiskenninguna eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.