Hugur - 01.01.1997, Page 63

Hugur - 01.01.1997, Page 63
HUGUR Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas 61 sem Kant gerir á heimi þess skiljanlega og heimi fyrirbæranna eða skiptingu sjálfsins í hið forskilvitlega og það sem byggt er á reynsl- unni einni. Skynsemin er ekki lengur sett upp andspænis þörfum og hagsmunum heldur er hún skilgreind sem „aðferð“ í formi rökræðu og samskipta og snýst um það hvaða túlkun þarfa stenst best próf sam- ræðunnar. Á sama hátt felst sjálfræði ekki lengur í því að hagsmunir og langanir séu útilokaðar eða bældar niður heldur gagnrýninni yfírvegun þeirra ásamt því að vera tilbúinn að rökstyðja túlkun þeirra í samræðu sé þess krafist.35 í öðru lagi, eins og getið var um hér í upphafi, hafnar samræðu- siðfræðin útfærslu Kants á hinu skilyrðislausa skylduboði þar sem það er í formi „einræðu“ - þ.e. að hver og einn prófi með sjálfum sér, eða í einsemd sálarinnar eins og Husserl orðar það, hvaða meginreglur um hegðun geti orðið að almennu lögmáli - og teflir í staðinn fram alhæf- ingarlögmálinu (A) sem er samhuglægt (intersubjective) eða í sam- ræðuformi.36 Hið skilyrðislausa skylduboð Kants er óneitanlega sam- huglægt í vissum skilningi, en þó virðist ljóst að frumspekileg tví- hyggja hans er forsenda þess að hægt sé að leggja það sem ein persóna getur viljað mótsagnalaust og skynsamlega að jöfnu við það sem allir gætu samþykkt undir sömu formerkjum. Samsvörun hins einstaklings- bundna, skynsamlega vilja og skynsamlega vilja allra er komin undir því að hagsmunir, langanir og hneigðir séu settar upp andspænis skyn- seminni og þar með úthýst úr „ríki markmiðanna.“ í samræðusiðfræði, aftur á móti, koma raunverulegar samræður í stað „heilaspuna“ af þessu tagi. Jafnvel þótt slíkar samræður séu ávallt háðar takmörkunum rúms og tíma og víki þannig frá fyrirmyndinni um ákjósanlegar sam- ræðuaðstæður, geta samræður fárra fyrir hönd annarra aldrei komið fyllilega í þeirra stað.37 Loks gagnrýnir samræðusiðfræðin Kant fyrir að sneiða hjá þeim vanda sem fylgir réttlætingu siðalögmálsins með því að vísa til „stað- reyndar hreinnar skynsemi“ án frekari rökstuðnings og halda því fram að áhrifamáttur hinnar siðferðilegu „skuldbindingar“ sé kominn undir 35 Sjá J. Habermas, The philosophical Discourse of Modernity: Twelve Lectures, þýð. F. Lawrence (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1987), 11. kafla. 36 „Discourse Ethics," s. 67; „Morality and Ethical Life,“ s. 203. 37 „Discourse Ethics," s. 94.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.