Hugur - 01.01.1997, Page 93
HUGUR
Gagnrýni opinberrar skynsemi
91
kenninguna og leiðréttir kennisetningarnar lítillega til að komast
undan gagnrýninni. Helsta breytingin er í orðalagi tveggja grunn-
lögmála réttlætisins. En í heild standa kennisetningarnar óbreyttar.
Það sem er nýmæli í Political Liberalism er einkum það femt að
greinilega kemur fram hvert eðli kenningarinnar er og staða meðal
kenninga og jafnframt kemur fram að kenningin öll er, í huga Rawls,
vöm fyrir þá stjómskipan og stjómarhætti sem hann telur einkenna
Vesturlönd og sögu þeirra á seinustu öldum. Einnig breytir hann
hugsmíðinni um velskipað samfélag í tveimur eftirfarandi atriðum.
í A Theory of Justice var gert ráð fyrir að hið velgerða samfélag
væri mjög samstætt og því var þar ekki tekið tillit til djúpstæðs
skoðanaágreinings sem á Vesturlöndum hefur sprottið af kynþátta-
mun, afstöðu ólíkra menningarhópa, fjölda ólíkra trúfélaga og ósam-
rýmanlegra, djúpstæðra heimspekikenninga. Vel má með nokkmm
rétti staðhæfa að framvinda sögu Vesturlanda hafi ráðist af slíkum
djúpstæðum skoðanaágreiningi milli þjóða og ríkja og eins milli hópa
innan sama afmarkaða og tiltölulega lokaða samfélags. Lengst af hafa
Bandaríkin vafalítið verið skýrasta dæmið um hið síðastnefnda en á
seinustu áratugum hefur sams konar djúpstæður afstöðu- og
skoðanamunur einnig sett mark sitt á ríki og samfélög Vestur-Evrópu.
H. Hart benti Rawls á að líkan hans af hinu velskipaða samfélagi
væri alls ekki trúverðug mynd af þeim stjómmálaheimi sem hann vill
greinilega verja og réttlæta því þar væri ekki unnt að finna þessum
djúpstæða skoðana- og afstöðumun neinn stað. Rawls fellst á þessa
gagnrýni og telur þennan skort á sannferðugleika myndarinnar sem
brugðið er upp í velskipuðu samfélagi nægja til að spilla sannfær-
ingarkrafti margra rökfærslnanna í A Theory ofJustice. Til að ráða bót
á þessu bætir hann inn í hina eldri smíð velskipaðs samfélags fjöl-
breytileika í skoðunum og afstöðu íbúanna og tileinkar nú hverjum
þeirra einhverja djúpstæða og skynsamlega skoðun á hverju eina sem
fyrir augu þeirra og eyru ber. Slíkar allsherjarskoðanir (compre-
hensive doctrines) flokkar hann mjög gróft í þrjá flokka eftir
grundvallarforsendum skoðananna og samhengi þeirra. Flokkamir em
þessir: 1. Trúarskoðanir, 2. skoðanir reistar á allsherjarkenningum af
heimspekilegum eða siðferðilegum toga eins og hann telur kenningar
Kants og Mills vera, og 3. skoðanir sem eru blanda kenninga og