Hugur - 01.01.1997, Síða 16
14
Stefán Snœvarr
HUGUR
löngum verið talið aðal skáldskapar og er eitt einkennanna fimm. Auk
heldur ber mönnum að hafa hugfast að spekingar og spámenn segja
skáldskapinn innsæisbundinn, dularfullan og lífrænan. Einn þessara
andans manna, norska skáldið Welhaven, sagði að ljóðið afhjúpi hið
ósegjanlega. Ég hyggst nú sýna fram á að það sem Welhaven kallar
„hið ósegjanlega“ sé ekkert annað en þögul þekking og að líkingamál
skáldskaparins og mælskubrögð önnur gegni m.a. því hlutverki að
varpa ljósi á þessa þekkingu.
Við skulum nú líta á nokkur dæmi sem ég vona að styrki tilgátu
mína. Svo er Skarphéðni Njálssyni lýst í Brennu-Njáls sögu:
Hann var mikill maður vexti og styrkur, vígur vel, syndur sem selur,
manna fóthvatastur, skjótráður og öruggur, gagnorður og skjótorður
en þó löngum vel stilltur. Hann var jarpur á hár og sveipur í hárinu,
eygður vel, fölleitur og skarpleitur, liður á nefi og lá hátt tanngarð-
urinn, munnljótur nokkuð og þó manna hermannlegastur.12
Lítum nánar á lýsinguna á munnsvip hetjunnar. Lýsingarorðið
„munnljótur" leiðir hugann að þorparatýpu en samlíkingin „hermann-
legur“ í aðra átt. Maður sem er munnljótur en samt öðrum mönnum
hermannlegri lítur ekki út eins og glæpamaður. Andlit hans er gróft
en tignarlegt, ef til vill svolítið líkt ásjónu leikarans Stacey Keach.
Höfundi Njálu tekst með aðstoð líkinga að gera það sem tæpast er
hægt með annarri málnotkun: Að lýsa andliti svo sæmilega viðunandi
sé.
Fremjum nú heljarstökk yfir aldir íslenskrar bókmenntasögu og
lendum hjá Einari Má Guðmundssyni. Þannig lýsir hann ærandi þögn
í bók sinni Eftirmáli regndropanna:
Þögnin.
Hún er blindur maður með staf. Hún tekur trommusóló við
eldhúsvaskinn, sturtar niður úr klósetti og gerir regndropana sem
slást utan í rúðurnar að ræðumönnum sem með ræðustóla eins og
kryppur út úr bökunum hækka sífellt róminn.13
12 Brennu-Njáls saga í íslendingasögum I (Reykjavík 1985), bls. 154. Ég gef mér
einfaldlega að vit sé í bókmenntatúlkunum. Þá skoðun varði ég í „Diktningens
sannhet."
13 Einar Már Guðmundsson: Eftirmáli regndropanna (Reykjavík 1986), bls. 59.