Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 7

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 7
BÚNAÐARBIT 165 Eitt siun átti fjármaður minn að aka úrgangi, sem ekki þótti boðlegur kúm, fram að fjárhúsum handa sauð- fénu. Kvað hann sauðfó ekki mundu éta þennan fjanda. En úrgangur þessi komst aldrei lengra en fram að fjár- húsunum. Þar kom rolluhópurinn á móti og reif alt út úr höndunum á ráðalausum og steinhissa fjármanninum. Beitþolni. Hér á Hvanneyri höfum við veitf því at- hygli, að hestar, sem fá vothey, þó ruddi og úrgangur sé, standa miklu betur á beit en aðrir hestar, sem fá venjulegan viðurgerning, þó sæmilegur sé, svo þeir nokkurn veginn haldi holdum. í haust tókum við frá mögrustu og fóðurfrekustu hestana. Standa þeir í hesthúsi niður við votheystóft. Fá þeir ekkert annað en votheysrekjur, versta úrganginn, með beitinni. Þrátt fyrir það halda þeir holdum mætavel, eru mjúkir og iausholda og standa miklu betur á en hinir hestarnir, sem ekki fá vothey. Standa venjulega einir eftir á beit, þegar hinir eru komnir heim. Fjármenn mínir segjast hafa tekið eftir þessu sama með sauðfé. Votheyskindurnar sóu hraustari og standi miklu betur á en annað íó. Er sennilegt að hór sé um tvent að ræða. Votheyið auðmeltara og jafnvel næringar- meira en veryulegt þurhey, og votheyið miklu safameira, og komum við síðar að því, en með beit þurfa skepnur mikið vatn. Jón Guðmundsson á Kvíslhöfða í Mýrasýslu fullyrðir, að sauðfé, sem fái vothey, standi miklu betur á. Heymæði. Einn af votheyshest.unum, sem teknir voru frá i haust, hefir undanfarna vetur verið heysjúkur. Nú ber ekkert á þvi. Hesturinn gallhraustur og þrífst vel. Er það vitanlega vegna þess, að nú er hann laus við alt ryk úr heyinu, sem öllum, mönn- um og skepnum, er svo óholt. Bæta mætti mikið úr þessari óhollustu ryksins, með því að menn notuðu ryk- síur eða heygrímur og bleyttu rykheyið handa skepnunum.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.