Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 10

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 10
168 BÚNAÐARRIT Kristjana Jónatansdóttir, rjómabústýra mín, kemst nálega alveg eins að orði. Jafnvel á haustin og fram eftir vetri, meðan verið er að gefa lcúnum rófur, er Kristjana að spyrja: Á nú ekki að fara að gefa kúnum votheyið ? Hún er nærri eins sólgin í það og kýrnar. Af hverju? Af því þá er betra að strokka rjómann, og smjörið verður mýkra og bragðbetra, eins og smjör úr mjólk í vorgróandanum. Og hún er sannfærð um það lika, að smjörið verði meira, þó hún ekki beinlínis þori að fullyrða það. Goffort franski sagði: Gefðu mér mjólk að drekka og sýndu mér smjörið þitt, þá skal eg segja þer hvort þú kant að búa til vothey. Erlendar tilraunir sýna og sanna, að fóður, og þá einkum fóðurfita, getur ekki haft til lengdar áhrif á fltu- magn mjólkurinnar, ekki lengur en 4—6 daga; svo minkar mjólkurfitan aftur, þó fóðurfitan haldist, og er orðin söm og áður aftur eftir 10—15 daga. Aftur er það alþekt, að fóðrið getur haft mikii áhrif á eðli fitunnar. Allir þekkja harða vetrarsmjörið. Þar er mikið af seinbræddum fitusýrum, sterín- og palmin- sýrum, en sumarsmjörið er linara; þar er meira af olíu- sýrum. Að smjörið beinlinis verður meira úr mjólkinni, þegar kýr fara út á vorin, kemur sjálfsagt iniklu fremur af því, að hægra er að st.rokka og betra að ná fitunni úr mjólkinni í skilvindu og strokk, en fitan aukist að miklum mun í mjólkinni. Votheyið mun nú hafa svipuð áhrif á mjólkina og vorgróðurinn, og þannig vex smjörið i mjólkinni. Naumast er ástæða til þess að ímynda sér, að mikil votheysgjöf geti haft svipuð áhrif og t. d. inikil lýsis eða sildargjöf, þar sem auðbrædda fltan verður svo mikii hlutfallslega, að ekki er hægt að strokka.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.