Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 12

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 12
170 BÚNAÐARRIT Hvað gefa nágrannar okkar ? — Englendingar rækt.a rófur og gras, Ameríkumenn grænmais, Danir rækta hór um bil tómar rófur, sama gera Norðmenn og Svíar, þar sem jarðrækt og búfjárrækt eru á háu stigi — rækta auðmelt, lystugt og safamikið fóður handa skepnunum. Hvað gefum við ? Þurt liey, sem er miklu oftar meir og minna stórgallað en óskemt — úr sér sprottið, trénað og ómeltanlegt — hrakið, efnasnautt, myglað, óholt eða jafnvel banvænt — brent, óætt og ónýtt. Nú er svo ástatt með þjóð vorri, að þegar eg tek frá sárfáar heiðarlegar undantekningar, kann enginn að rækta rófur hér á landi, -og eg er hræddur um, því miður því er nú þannig varið — að þess verði langt að bíða, þótt rófur geti vitanlega þrifist hér prýðilega rétt í ölium sumrum. Því þá ekki einmitt að búa til vothey, og láta það koma í staðinn fyrir rófurnar, fylla eitt meginatriði fóðurfræðinnar: gefa skepnunum safamikið fóður? En það er fleira, sem mælir með votheysgerð. Þýzkar og amerískar heyverkunartilraunir fullyrða, að ómögu- legt só að þurka hey, án þess að efni tapist. Jafnvel í bezta veðri og þurk tapist alt að 10% af þurefni, en strax og heyið liggi i nokkra daga, án þess að þorna, tapist miklu meira, eða alt að helming, ef um rr.ikinn hrakning er að ræða. Sbr. „Heyverkun" í 8. hefti „Búnaðarritsins" 1913. Engin heyverk-í þessum nýtízku votheysturnum Ameríku- nnarnðferð manna segja þeir að aldrei þurfi efnatjón betri. að verða meira en 10%, og jafnvel megi koma því ofan í 5% af upprunalega efna- magninu. Þeir fullyrða blátt áfram, að það sé engin heyverlcunaraðferð Jiekt, þar sem tapist jafn-lítið af nær- ingarefnum eins og einmitt við votheysgerð. Þó má bæta því við, að nú eru Ameríkumenn nýfarnir að þurka hey, lucernu eða alfa alfa hey, sem þeir kalla, í sérstökum

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.