Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 16

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 16
174 BÚNAÐARRIT til hlifðar. í bæði skiftin, einkum þó seinna skiftið, hafði eg lagið allþykt, eða um alin fullsigið, til þess að vita, hvort óætt yrði. Furðulítið var alónýtt efst, en svo myglað og fruggulykt af, sem þó smáminkaði, er niður dró. Mestur hlutinn ázt af sauðfé og hrossum, en kýr tóku mjög dræmt í það. Myglan í efsta laginu hefir verið af því, að hitinn hefir ekki verið nógur og rokið burtu, og fargið eigi nógu mikið efst, til þess að þrýsta þessu loftmikla heyi saman, svo hitinn hóldist. Hefði heyið verið neðar eða lagið þykkara og meir pressað saman, tel eg vist, að það hefði reynst svo vel, sem framast var hægt að vonast eftir af svo kynslæmu grasi. Af þessum tilraunum okkar Björns tel eg þá sannað, að vel megi búa til vothey, jafnvel sæthey, úr hvers- konar nýnlegnu grasi. En spurningin er: Hversu mikið má heyið vera orðið þurt og hrakið, til þess að ófært sé til votheys- gerðar? Því verður ekki svarað nema með tilraunum. Þó þykir mér sennilegt, að sœtliey megi búa til úr öllu heyi, sem enn hefir svo margar lifandi frumur að anda ineð og efni að brenna, að hitnað geti í 55—60°, og súrhey megi búa til úr öllu heyi, sem ekki er því meiri skemd komin i, þó allmjög sé þurt og hrakið orðið, ef gryfjan er vatns- og loftheld, og nægilegt vatn borið í heyið í gryfjunni um leið og troðið er í hana, og fargið er nægilegt. Votliey bleytt Það mun að vonum mörgum þykja undar- í gryfjnm. legt, að eg skuli vera að tala um að bleyta heyið í gryfjunni með vatni. En eg vil þá fyrst minnast á orð Eggerts Finnssonar: „Þegar eg hefi ekki haft þurheyslön yfir því (votheyinu), hefir ekkert verið gert til að verja það fyrir úrkomunni, en sé nægur þungi ofan á því (ekki minni en 150 pd. á hvert ferfet),

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.