Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 17
BÚNaÐARRIT
175
Þá er áreiðanlegt, að fóðrið verkast vel og verður skemda-
laust, hve mikið sem rignir á það“. En Eggert bætir
svo við: „En auðvitað er bezt, að verja það með ein-
hverju fyrir úrkomunni". Og á öðrum stað segir Eggert :
„Þetta, hvað súrhey þolir hin skaðlegu áhrif vatnsins,
er einn af þeim mörgu kostum þess, og hann er mjög
þýðingarmikill".
Eg heti altaf álitið, að bezt sé að hirða grasið ný-
slegið og grasþurt, og fara með beint í tóftina, sé það
eigi þvi meir úr sér sprottið og trénað. En að undan-
skildu siðasta hausti, hefi eg hirt langmestan hluta vot-
heysins rennandi blautan, já, oft hafa eingöngu illviðris-
dagarnir verið notaðir til votheysverkunar, því venjulega
er nóg að gera með þurkdagana, — jafnvel útheyið
stundum dregið upp úr sjónum og flutt beint í tóftina,
en aldrei hefi eg orðið var við shemdir af vatnsins hálfu.
Fyrstu árin hafði eg þak á gryfjunni. En þegar eg
heyrði að Eggert hefði ekkert þak á sinni gryfju, og gæfist
vel, langaði mig til að reyna það líka, þó eg þættist
sannfærður um þá, að það væri megnasti sóðaskapur.
Fyrsta árið — 1912 — sem gryfjan var opin, þaklaus,
var 2 álna borð á gryfjuna fuilsigna. Voru þá skemdir
við norðurvegg, eða þann vegginn, sem blasir á móti
aðal-regnáttinni, meiri en venjulega, og kendi eg vatni,
sem runnið hafði niður með veggnum.
1913 og 1914 var gryfjan alveg fylt. Stóð hún
opin ailan tímann, og rigndi þá mikið ofan í hana, en
hvorugt þetta haust varð vart við nokkrar skemdir af
hálfu vatns. Meira að segja voru skemdir rétt engar við
norðurvegg síðastliðinn vetur, 1914—’ 15, en það var að
þakka skjóli af reykhúsi, sem bygt var norðan við vegginn
sumarið 1914. Sama er að segja um suðurvegginn í
fyrra vetur. En þar skýldi votheysstakkur, sem borinn
var upp í fyrra haust. Við vesturvegg, sem auður var,
voru sömu rekjur og vant var.