Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 25
BÚNAÐARRIT
183
þykkan, en veggfótinn fetsþykkan og 20 þuml. breiðan.
Steypan er mjög sterk, eða 1:3:6, eða 24 teningsfet
úr sementstunnunni. — Sé nokkur hætta á vatnsupp-
gangi, þarf að leggja lokræsi undir botninn.
Lögun. Þó Ameríkumenn telji sívalninginn heppi-
legasta lögun á votheystóft, tel eg víst, að
margir munu heldur kjósa að hafa hana öðruvísi í laginu.
T. d. mætti vel hafa hana sex- eða áttstrending og boga-
draga hornin. Ennfremur mætti hafa hana aflanga spor-
öskju, eða sem þá yrði nokkuð likt og rétthyrningur
með vel bogadregnum hornum. Annars mundu menn
fljótt læra að steypa sívalninga. Ríður mest á að hafa
þægileg, sterk og nákvæm mót. Verður reynt að lýsa
því, hvernig takast má á einfaldan hátt að búa þau til.
Mótin. Velja skal sléttan, láróttan flöt úti eða inni,
eftir því sem hentast er, og reka vænan
nagla ofan i iiann miðjan. Með sterku, óteygjanlegu bandi,
léttum vír eða borðrenning festum í naglann, er hringur,
jafn-víður og tóftin á að vera að innanmáli, afmarkaður
á flötinn með krít eða öði'u merki-áhaldi. Ef tóftin á
að vera 10 fet að innanmáli, er strengurinn eða geisl-
inn 5 fet.
í mótin má nota planka (battinga) 2"X6". Á töfl-
unni (sbr. næstu bls.) sjáum við, að í 10 feta gryfju
þarf 20 búta 3'2" í innri mótin. Tökum nú einn planka-
bútinn, 2"X6"X3'2", og leggjum hann ofan á hringlínuna
þannig, að ytri brún hans á miðjum plankanum fylgi
nákvæmlega hringlínunni, og komi linan út undan planka-
endum jafnlangt frá ytri brún þeirra. Nú má plankinn
ekki hreyfast, og er hringlínan með sama streng og áður
blýantsmerkt ofan á plankann. Til þess að plankarnir
eða mótin falli sem bezt saman i hringnum, þarf að
sniðsaga plankaendana. Strika má fyrir sneiðinni með