Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 47

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 47
BÚNAÐARRIT 205 Verstu skemdarvargarnir starfa bezt við tiltölulega lágan hita, 20—30°. Verði heitara, fer að draga úr þeim, ■og komist hitinn upp í 50 — 55°, úrkynjast eða drepast smjör- og edikssýrugerlar. Þetta er einmitt ráðið: fara líkt með votheyið og þegar matur er soðinn niður. Drepa eða úrkynja alla sJcaðlega gerla með því að hita nógu vel og lengi, og verja nýjum að Jcomast að með því að byrgja loftið úti. — Þetta hafa Ameríku- menn reynt bókstaflega með því að leiða heita gufu undir gryfjuna og hita alt fóðrið. Hefir þeim gefist það ágætlega. Gerðin orðið sama og engin. Skepnur hafa étið það mjög vel eða 50—75 pd. á dag, en ekki þykir ráðlegt að gefa meira en 5o pd. af því (Fréttamiði nr. 316). Súrhey. Að framan hefi eg getið þess, að súrhey megi búa til úr öllu uýslegnu grasi og heyi, ef það er ekki því meira skemt og hrakið, þó all- mjög sé orðið þurt, ef nægjanlegt vatn er borið í heyið um leið og það er troðið í gryfjurnar, og farg er hæfilegt. Auk venjulegs heys, af hvaða tegund sem er, má inota rófur og kálblöð, kartöflugras og arfa, hafragras og þara (sbr. ritgerð Daníels bónda Jónssonar á Eiði, í Búnaðarritinu). Sé um fleiri og mismunandi fóðurteg- undir að ræða, er sjálfsagt að láta þær tegundirnar neðst, sem mest þurfa fargið. Er það t. d. þroskað hafragras, sem venjulega er nú bezt að gefa grænt á haustin, þegar grös fara að sölna og kýr að geldast, til að halda í þeim úropanum, úthey frekara en töðu og há, seinslegið gras frekara en snemmslegið, hálfþurt fóður frekara en blautt, oða alt fóður, sem loft er komið í í stað vökva, en oft «iá líka blanda lélegra fóðri, t. d. móaheyi og mýrgresi, sé ekki elfting í því, saman við töðu og há, og gera alt að kýrgæfu heyi. Auka þannig beinlínis kýrgæft, ræktað hey. Sjálfsagt er að láta lakara hey út við veggi og eins ■ofan á til hlífðar góða heyinu. Aðalvandinn við súrheysverkun er sá, að taka vel

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.