Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 48

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 48
206 BTJNAÐARRIT á móti heyinu. liífa í sundur hverja tuggu og troða jafnt og vel niður. Sérstaklega er ánðandi að troða vél meðfram veggjum. Sparast þá miklar heyskemdir. Mundu að troða. Troddu. Vel má nota til pess stórgrip, sé hægt að koma honum úr og í gryfjuna; getur smá- strákur riðið honum eða t.eymt fram og aftur um gryf- juna, meðan verið er að iáta í hana. Bezt er að koma heyinu nýju og óhröktu með full- um vökvaþrýsting i gryfjuna, og hér er ekki eftir neinu að híða. Láta í gryfjuna eins fljótt og hægt er og á- stæður leyfa, og láta síðan fargið á og ganga frá tóítinni eins og hentast er. Að vísu tapast. meira gryfjurúm á. þennan hátt; heyið sigur talsvert fyrstu dagana farglaustr og er þá rétt, ef hey er til, að vera að smábæta ofan á og láta síðan á fargið. Nú vil eg skýra frá minni súrheysgerðar-reynslu.. Var henni í ýmsu ábótavant, því sjálfur hafði eg aldrei gert vothey áður, eða séð aðra gera það. — Eitthvert fyrsta verkið mitt hér á Hvanneyri var að byggja vot- heystóft. Þóttist eg sjá, að þess mundi þurfa, enda hefir það reynst svo. Haustið 1908 bjó eg fyrst til súrhey úr tómu útheyi. Vildi eg ekki gera fyrstu tilraun mína á góðu heyi. Var því farið ofan í kúabithaga, „Snoppu“r seint um haustið, og þar slegnir á 2. hundrað hestar af sinu- bornu út.heyi. Er mér minnisstæður 10. sept., sem að ýmsu leyti er mesti merkisdagur, en bezt man eg þó eftir honum af því, að þann dag var verið að draga heyið upp úr stórflóði og aka því heim í tóftina. Þótti mér, sem von var, að yrði þetta að fóðri, mætti gera gott fóður úr betra efni. Reynslan varð sú, að ofan á var 172 fet myglað, að öðru leyti lítið skemt, nema efsta lagið, sem var ónýtt. Kýr átu sæmilega það sem bezt var; var þó þetta tómur úrgangur, sem þær höfðu ekki viljað um sumarið, en hestar og fé átu hitt að mestu. Enga fýlu, aðra en myglulykt, þar sem hún var, var að finna af þessu heyi.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.