Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 50

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 50
208 BÚNAÐARRIT ■eg framkvæmt á þann hátt, er nú skal greina, og Jafnan tekist vel. Fyrst er byrjað á því, að ekið er nokkrum vagn- hlössum af góðu hálfþuru heyi í tóftina. Stundum hefi eg raunar notað til þess hálfhrakið og skemt hey, sem eg þóttist vita að mundi mygla og skemmast, ef í hey væri látið. Þarf þetta hálfþura hey að mynda 1—2 feta -þykt lag í botninn. Þar ofan á er svo ekið fyllilega öðru eins af nýslegnu grasi, og nú er einmitt varast að troða saman heyið, nema helzt utan með veggjum. En eins og áður er heyinu vanalega dreift yfir alt, og rifin sundur hver tugga. Nú er fyrst um sinn hætt að fylla 1 tóftina og beðið eftir því að hitni í hálfþuru heyinu, sem undir er, og til þess er það einmitt, notað. Heyið er meira og minna lifandi og andar, en auk þess er lika komin gerð í það, og þetta hvorttveggja myndar hitann. Yenjulega er hœfi- legur hiti, í kringum 45° C., kominn í heyið eftir 2—3 ■daga, og þarf þá að bæta á á ný. Þess skal getið strax, að sæthey er rétt, óhugsandi að búa til, svo nokkurt lag verði á, nema með liitamœli, og verða menn að gæta þess, að hleypa ekki í of miklum hita eða yfir 50°, meðan verið er að láta í tóftina. Hit- inn verður því örari, sem heyið er kraftmeira, þurara og minna troðið saman, en hitinn verður minni, þegar heyið er vel blautt (regn, dögg) og fast troðið saman. Sé heyið kraftmikið og nokkuð farið að þorna, eða full- sprottið, trénað, svo mikið sé af lofti í því, er sjálfsagt nauðsynlegt að væta heyið í tóftinni, eins og áður er .getið. Undanfarin ár hefir heyið nálega æfinlega verið flutt rennandi blautt í gryfjuna, þangað til í sumar. Yar sumt flutt beint af Ijánum grasþurt, en sumt nokkuð farið að þorna í ljá. Engin laus væta í heyinu. En nú er sæt- heyið lakast sem það hefir verið. Mest af myglu og akemdum út við veggi, og sumt rauðornað, þar sem hit-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.