Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 51

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 51
BÚNAÐARRIT 209 inn varð mestur, en hann komst upp i 69°. Kýr éta það lakar og mjólka ver af því en grænu votheyinu, sem minna hefir hitnað, í 55 — 60°, enda eðlilegt. Það er skemt hey, eins og þegar hitnar of mikið í þurheyi. Áður var þess getið, að edikssýru, smjörsýru og ýmsir aðrir rotnunargerlar dræpust, við 50—55°. Kúnum þykir heyið langbezt og gera bezt gagn af því, þegar ekki heflr hitnað í því meira en sem svarar þessum hita. Þar af dreg eg þá ályktun, að heppilegastur hiti í sœtheiji sé 55 til í mesta lagi 60° C. Nú er það venjulegast, að hitinn vex um nokkrar gráður, þegar búið er að láta á fargið. Af þessum ástæðum má þvi hitinn ekki fara yfir 50°, meðan verið er að fylla í tóftina. Viiji hitinn magn- ast fram úr þessu, er ráðið að troða heyið betur saman, fyila örara í tóftina, og bæta í vatni, ef þess þarf með. Verði hitinn aftur ekki nógu mikill, í kringum 45°, er heyið haft þurara, sé hægt að koma því við, lítið flutt inn í einu og sem minst troðið saman. í hvert skifti, sem hey er látið í af nýju, er nauðsynlegt að rifa upp efsta lagið, sem fyrir er, með fork, svo loft komist í það, áður en nýtt lag er látið ofan á það. Ilitnar þá fljótar «g betur i því og skemmist síður. Þetta er einkum nauð- synlegt, hafl tveir eða fleiri dagar liðið á milli ílátninga. Annars vilja koma skemdarlög á milli laga. Sjálfsagt verður efnat.jón í heyinu minst, ef ílátningu er flýtt oins mikið og hægt er, eftir því sem hiti og aðrar ástæður leyfa, og síðan dembt á fargi. En hagræði er það mikið, að geta látið votheyið sitja á hakanum og látið heyþurk og önnur nauðsynleg heimilisstörf sitja í fyrirrúmi, eins og við höfum þráfaldega gert, án þess að skemma votheyið mikið. Þannig höfum við ofc verið í fleiri vikur, já, einu sinni í sex vilcur, að smá-láta í tóftina, án þess að láta farg á eða þekja, eða eiga nokkurn hlut við það. Á einum stað voru litilfjörlegar skemdir á milli laga. Höfðu þá liðið sex dagar á milli ílátninga. Eg nefni þetta dæmi ekki til eftirbreytni, heldur til þess að 14

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.