Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 53

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 53
BÚNAÐARRIT 211 Fyrst er þá að velja þuran stað og afmarka hann. Stærð hans fer eftir því, hve miklu heyi á að aka saman, því hæðin þaif helzt að vera 9 álnir ósigin og helmingi meiri en þvermál stakksins. Yegna stakkhæðarinnar er nauðsynlegt að velja staðinn þannig, að sem hægast sé að koma heyinu upp í hann, láta hann standa við hlöðu- vegginn,votheystóftarvegginn eða annarsstaðar, þar sem koma má við lyftitækjum, ef ómögulegt er að velta eða forka heyinu. Svo vatn renni síður í kringum stakkinn, má skera í kringum hann. Einnig má hækka grunninn. Mjög er áríðandi að bera upp stakkhliðarnar lóðrétt; í því skyni er gott að reka lóðrétt niður 4—6 staura í grunnhiinginn og hlaða svo upp eftir þeim. Bezt er að grunnurinn sé alveg láréttur, annars vill stakkurinn missíga og hallast, fargið fara illa ofan á og misfergjast. Sjalfsagt er að dreifa jafnt og vel úr heyinu og troða það sem jafnast saman. Venjulegast kemur talsverður hiti í stakkinn, mis- rnunandi eftir áðurnefndum ástæðum; sígur hann þá mjög ört fyrstu dagana. Er þá rétt að bæta ofan á hann á riý. ef ekki hefir þurft hitans vegna, sem halzt ekki má fara upp fyrir 50—55°, að láta farg á strax. Gott er að skera utan úr stakknum með beittum Ijá alt. laus- legt hey, þegar stakkurinn er farinn að siga og fostast. Það hey skemmist ekki, og má kasta því upp í stakk- inn eða nota á annan hátt; ennfremur gengur loftið siður í sléttan. skorinn vegginn. Sé mismunandi gott hey haft í stakknum, er sjálf- sagt að hafa versta heyið yzt og efst undir farginu. Láta það taka á móti skemdunum. Niður við botninn er ekki að ræða um skemdir; þar er heyið vanalega óskemt. Fargið. Til þess að grjótið toili eem bezt ofan á hey- inu, þarf að legaja tréramma i kring, er fylgi brúnum. Yerður að tengsla hann saman, svo hann gliðni ekki sundur. Grjótið er svo lagt vel út á brúnirnar 14*

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.