Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 58

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 58
216 BÚNAÐARRIT svo vatni yfir heyið, 5 pottum á hvert ferfet. Þetta endurtaka þeir svo eftir 10 daga. Rotnar þá efsta lagiðr 2 þuml. að þeir segja, og ver frekari skemdum. Hætt er nú við, að skemdirnar mundu verða nokkru ineiri, eða 4—6 þuml. Froslð l'óður. fað getur komið fyrir, einkum seinni hluta Mismuiuiudi sumars, að héla kemur á jörð. Grasið eða l'ar^. slægjan frýs. Er slíkt fóður talið óheppi- legt til votheysgerðar, og er sjálfsagt að láta slægjuna þiðna, áður en hún er rökuð saman og flutt í tóftina. Sömuleiðis væri betra að bíða að slá, þangað til hólan þiðnar, en ekki mundu menn verða fúsir á það. Frosið fóður er talið þurfa langminst farg og skemmast frekar þegar það þiðnar aftur; er þetta al- þekt um frosið kjöt. Ameríkumenn kvarta uin þet.ta lika, en segja að vel megi búa til gott vothey úr frosnu fóðri, ef það sé bleylt rœlcilega. Fargþörfin er því meiri sem heyið er trékendara og loftmeira; minst farg þarf flest frosið fóður, arfi, rófna- blöð, þá há, snemmslegin t.aða. Mest sinuborið úthey, og því meira sem það er grófgerðara og seinslegnara. Taku votlieyið Það er ekki alveg vandalaust að taka heyið úr tóftinni. úr tóftinni, þvi séð hefi eg, og það hjá miklum búforkum, sæinilega gott vothey verða ónýtt, vegna þess að klaufalega var af því tekið. Bezt er að geta tekið ofan af allri tóft.inni eða hey- stæðunni í einu; er bæði verkatöf og fyrirhöfn að skera niður stalla, og heyið skemmist í sárið. En það getur oft verið mjög örðugt fyrir okkur að koma þessu saman. Þar sem rófur eru Htið sem ekkert ræktaðar, má fara snemma á haustin að gefa kúm vothey ofan af gryfjunni. Ameríkumenn byrja oft strax og búið er að láta í gryfjuna. Sleppa þeir þá við allar skemdir ofan á. Færum við líkt. að, mundum við ennfremur sleppa við

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.