Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 61

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 61
BÚNAÐARRIT 219 í þvermál og 19 fet á dýpt. Vildi sami bóndi ekki taka á votheyinu fyr en fé kæmi á gjöf, og gjafatíminn allur væri þá ekki meira en 150 dagar, þyrfti hann ekki nema 47 tonn, sem fengist úr 11 feta breiðri og 20 feta djúpri gryfju, og gæflst þá rúmlega hálfs annars (1,63) þuml. þykt lag á dag. Þegar fram í sækir, og reynsla okkar og hugur vex, munu votheyskóngarnir eiga tvœr eða fleiri gryfjar til skiftanna, miðaðar við skepnufjölda og daggjafir. Komi óþurkakaíli á túnaslætti, má fylla eina gryfjuna, en hina eða hinar síðar á engjaslætti, haustin, eftir því sem ástæður og þörf krefur. Nú yrðu væntanlega einhverjar rekjur með veggjum (handa hestum), sem kýr og jafnvel sauðfé æti ekki. Þyifti þá að taka frekara á stæðunni, en við það þykknaði sneiðin dag hvern. Þrátt fyrir það mundi endast vel í gryfjunni, því vel er áætlað, 24 pd. handa kúnni á dag. Af þessu er þá augljóst, að vel má haga byggingu tóftarinnar þannig, þar sem sæmileg dýpt, fæst (12'—15'), að gefa megi ofan af allri heystæðunni í einu, þegar gripir eru alment komnir á gjöf. Sé ekki hægt að ver- jast heyskemdum með kúnum einum, yfirborðið of stórt og skemmist, sem alls ekki má eiga sér stað, verður að skera niður smærri stakka, unz fleiri gripir koma á gjöf. Er þá fargið látið hvíla á hinu, og er slíkt engin frá- gangssök. Votheyshnílar. Þurli að skera votheyið, er nauðsynlegt að hafa til þess eitthvert áhald. Höfðum við hér fyrst amerískan heyhníf og síðan heyhníf eftir Sigurð Sigurðsson smið á Akureyri. Reyndust báðir sæmilega, en hvorugur góður. Langbezt, hefir okkur reynst venjulegur undirristu- spaði; en smíða þarf sérstakan tanga, og hafa hann bein- an og vel sterkan. Efri enda tangans má beygja horn- rétt út frá skaftinu, svo stiga megi á hann.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.