Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 66

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 66
224 BÚNAÐARRIT nauðsynlegustu framfara-atriðin, ekki kljúfa í sundur, kikna og káka, heldur láta hin biða þangað til atlagan kemur að þeim. Vandinn er að velja og velja rétt. Vænti eg þess, að valið félli bráðlega á votheysverkunina, því hún er: 1. Stórmentandi, dregur Ur harðindahættu og eykur fóðurforða landsins, og það einkum einmitt þegar verst lætur og þörfln er mest. 2. HUn er nauðsynleg, til þess að draga Ur of mikilli þurfóðurgjöf. 3. Vothey má verka, livernlg sem viðrar, sparar feikna-fyrirhöfn og vinnu í óþurkatíð. 4. Vothey má bUa til Ur alls konar nýsleguu grasi og grænfóðri. 5. Við votheysgerð í'ýrna næringarefnin minna en oftast á sér stað við aðrar heyverkunaraðferðir. 6. Vothey þarf minna og getur komist af með ódýrara hUsrUm en þurhey. 7. Af ofantöldu er því votheysgerð auðsjáanlega ódýr heyverkunaraðferð. 8. Vothey er safamikið, holt, lystugt og auðmelt fóður. 9. Vothey bætir injólk og smjör og sennilega eykur það lika. 10. Vothey virðist vera einkar-gott með beit, bæði handa sauðfé og hestum. 11. Vothey reynist vel gegn heysýki í hestum. 12. Að vot.heysverkun ættu því allir árlega að vinna, sem talsverða grasnyt hafa hér á landi. Minnisvnrdinn. Bóndi! Veglegastan og skynsamlegastan minnisvarða reisir þU þér með því, að byggja vandaða og góða votheystóft. Hann er bUinn að margborga sig, áður en þU deyr, og hann þarf enga áletrun. Minnisvarðinn skýrir bezt frá því sjálfur, að þií hafir verið skynsamur, framtakssamur og forsjáll og viljað skepnum þínum, sjálfum þér og afkomendum þínum vel, að þU hafir verið bústólpi og bú þitt landstólpi.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.