Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 79

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 79
BÚNAÐARRIT 237 Kenslunni í skólanum 1913—’14 og 1914—’15 var hagað eins og að undanförnu, að því viðbættu, að frá miðjum janúar fengu nemendur tilsögn í matartilbúningi og brauðagerð. Á námsskeiðinu, sem byrjaði 15. október 1915, voru námsmeyjar 7. Nokkur breyting á kenslunni var gerð, og er henni nú þannig hagað: 1. Verkleg kensla: Smjörgerð og ostagerð, fitumæling, vatnsmæling í smjörinu (Ostagerð er aukin að mikl- um mun, með því búið er til mikið af ostum úr ó- súrum áfum), innanhússstörf, ræsting, matartilbún- ing, brauðagerð, kökubakstur o. fl. 2. Mjólkurfræði: Fyririestrar, samtalstímar og stílar. 3. Húsdýrafræði: Fyrirlestrar og stílar. 4. Heilsufræði: Fyrirlestrar, samtalstímar og stílar. 5. Samsetning fæðutegundanna: Fyrirlestrar. 6. Reikningur, skriflegur og munnlegur. 7. Réttritun. 8. Söngur. Eftir áskorun Búnaðarfélags íslands fór eg eftirlits- íerð til rjómabúanna síðastliðið sumar, eins og að undan- íörnu. Ástandið á búunum var svipað og vant var. Eg tók eftir því, að nokkur rjómabú höfðu hætt við sýringu rjómans. 3 smjörbú voru búin að fá sér smjör- vatnsvog, og vona eg að það komi þeim að góðu liði, af því að vatnið í smjörinu var alstaðar of litið, þar sem eg mældi það, frá 9—12°/«. Hæfilegt er 13—15°/o vatns í smjöri. Rjómann skoðaði eg frá öllum félagsmönnum bú- anna, eins og vant er. Færri bændur sendu rjóma, sem fékk að eins 6—8 stig, en íleiri fengu 10—11 stig. Félagsmenn með 12 stig flestir þeir sömu og áður hafa verið, að nokkrum mönnum viðbættum.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.