Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 81

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 81
BÚNAÐARRIT 239 gangur svo, að mýs komist ekki inn til að naga ostana. Ostapressur eru nauðsynlegar. Þær kosta 60—70 kr. Annars geta menn búið þær til sjálflr. Ostamótin mega ekki vera mjög lítil; eiga helzt að vera ferhyrnd og taka 6—8 kg. af osti. Ef osturinn verður sendur heim til félagsmanna, skiftist hann niður eftir rjómamagni — smjörmagni hvers einstaks. T. d. 2 félagsmenn senda hvor: Nr. 1 1000 kg. rjóma með 200 kg. smjörs — 2 2000 — — — 300 — — Áflrnar eru þá 3000 kg. -r- 500 kg. = 2500 kg. Ostur hefir verið búinn til úr helmingi rjómans, eða 1250 kg., og fengist 125 kg. af osti, eða 1 kg. af osti úr 10 kg. af áfum. Hver félagsmaður fær þá þetta af osti: Nr. 1 400 kg. áfir = 40 kg. ost — 2 850 — — = 85 — — Þá ætla eg að minnast nokkrum orðum á félags- skapinn yfirleitt. Margir félagsmenn hafa hætt við að senda rjóma til búanna, af því að þeir fá meira fyrir smjörið sitt hjá kaupmönnunum, heldur en með því að vera í búinu. Þetta kann satt að vera hjá einstaka mönnum. Enn af hverju kemur það ? Er það ekki einmitt rjómabúunum að þakka, að þeir fá þetta verð fyrir smjörið sitt? Ef alt íslenzkt smjör, sem nú er flutt til útlanda, væri selt hér innanlands, væri verðið ekki svona hátt, og þá væru það kaupmennirnir, sem ákvæðu smjör- verðið hér. Hvernig færi þá? Athugi menn hverjir það eru, sem senda rjóma, og hverjir, sem ekki senda, sést það nærri því undantekn- ingarlaust, að það eru beztu félagsmenn í sveitinni, sem halda búunum við, menn sem sveitin sjálf hefir sett efsta í ýmsar stöður. Þeir halda við búunum, af því að þeir eru svo víðsýnir, að þeir sjá að með búunum fellur

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.