Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 83

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 83
BÚNAÐARRIT 241 því að e£ verksmiðjan hefði verið lögð niður, þá hefði verðið orðið hærra en áður, og svo mikill og sterkur var félagsskapurinn, að eftir 1 ár var verksmiðjan orðin of lftil; svo mikil var eftirspurnin. Fleiri dæmi mætti telja, en þetta nægir til að sýna, að félagsskapurinn er það eina, sem framtíð bænda verður að byggjast á. Nokkrar bústýrur kvörtuðu undan því við mig, að þær fengi svo iágt kaup, ekki hærra en alment kaupa- konukaup. Að þetta er ekki rétt hugsað af félagsstjórn- unum liggur í augum uppi. Bústýrustöðunni fylgir mikil ábyrgð, og þó að vinnan sjálf sé ekki erfið, þá eiga þær að fá borgaða ábyrgðina, sem á þeim hvílir. Og svo er hitt, að með þessu lagi draga góðu bústýrurnar sig í hlé, en aðrar yngri og minna reyndar koma í staðinn. Sömuleiðis mun það vera skökk skoðun hjá sumum, að hafa bústýruskifti bara af því, að aðrar bjóða sig fyrir svolítið lægra kaup en hinar. Tvö af beztu smjörbúunum okkar vantar enn þá gott frárensli fyrir skolpið, sem er mjög afleitt, af því að skolpið sígur niður í jarðveginn rétt fyrir utan skál- ann. Lyktina af því, sem er mjög fúl, leggur um alt og inn í skálann, og smjörið nýtur þar góðs af!! Hvítárvöllum í janúar 1916. H. Orönféldt. 16

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.