Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 88

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 88
246 BÚNAÐARRIT Eg þori eindregib að rába þeim til, er grasrækt stunda, að gera skolpveitu úr bæjum sínum eða íbúðar- húsum, líkt og hér er bent til. Það borgar sig áreiðan- lega. — Auk þess er það hin mesta þrifnaðarbót, að losna við forina og óþverrann, sem myndast af skolpi, sem út er helt. Yatnsreita — vinnusparnaður. Allir, sem reynt hafa, munu kannast við hin miklu þægindi, sem eru af vatnsveitu í íbúðarhús og búpen- ingshús. Sjálfsagt finna margir líka, að það er vinnu- sparnaður, án þess að gera sér fulla grein fyrir, að það er hreint og beint gróöahragð. Mörgum hættir of mikið við að horfa í kostnaðinn í upphafi, en athuga of lítið arðinn. En hér er einnig á fleira að líta. — Viða eru vatns- bólin svo vond, að þau geta valdið heilsutjóni. Allir sjá, að Jjað er dýrt. Slíkt þarf engrar útlistunar við. Mörg heimili hafa að eins opna brunna, sem alls konar óþverri getur runnið ofan í. Það er hinn mesti viðbjóður. Aðrir hafa bæjarlæki eða lind i túninu, sem áburðarlögur o. fl. óhreinindi berast í. Árum og öldum saman hefir vaninn helgað þetta svo, ab ekki þykir neitt athugavert, þó að fólkið verði að drekka eða nota í matinn þetta „litaða" vatn. Aftur á móti er það einn af mörgum góðum kost- um við vatnsveitu, að geta trygt sér gott og tært neyzlu- vatn á öllum tímum árs. Frá ómunatíð hefir vatnsbólið hér verið áin, sem rennur við túnið. Mér fanst það hafa flesta ókosti: óhreint í vorleysingum, hálfvolgt í sumarhitum; mikil vinna að ná því og bera heim, einkum á vetrum. Margan vetrar- daginn fanst mér ærið nóg vinna fyrir manninn, sem hirti um fjósið, að moka upp vatnsbólið og bera vatn í bæinn; og verri vinna þótti það en að gegna eindregið skepnuhirðingu.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.